Enski boltinn

Redknapp farið oftar á Wembley en Ferguson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Redknapp hefur lyft bikurum á Wembley.
Redknapp hefur lyft bikurum á Wembley. Nordic Photos/Getty Images

Þó svo Sir Alex Ferguson sé með eindæmum sigursæll knattspyrnustjóri getur Harry Redknapp þó státað af því að hafa farið oftar á nýja Wembley en Ferguson.

Redknapp er alls búinn að fara fjórum sinnum með lið á Wembley síðan hann opnaði fyrir tveimur árum síðan. Hann er því búinn að fara einu sinni oftar þangað en Ferguson.

„Ég er búinn að fara þarna með Portsmouth og svo sem þjálfari liðs í góðgerðarleik fyrir UNICEF. Það hefur alltaf verið frábært að fara á Wembley og það verður ekkert öðruvísi í dag," sagði Redknapp.

Úrslitaleikur Man. Utd og Tottenham í deildarbikarnum hefst klukkan 15.00 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×