Enski boltinn

United-kjúklingarnir fá að byrja á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson gefur ungu mönnunum tækifæri í dag.
Ferguson gefur ungu mönnunum tækifæri í dag. Nordic Photos/Getty Images

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur staðfest að ungu mennirnir Danny Welbeck og Darron Gibson fái að byrja inn á þegar United mætir Tottenham í úrslitum deildarbikarsins á morgun.

Rafael er meiddur og spilar ekki en Wayne Rooney verður líklega í byrjunarliðinu.

Robbie Keane, Wilson Palacios, Carlo Cudicini og Pascal Chimbonda mega ekki spila með Spurs þar sem þeir léku með öðru liði fyrr í vetur í þessari keppni.

Ferguson segir að þó svo hann leyfi ungu mönnunum að spila þýði það ekki að United taki leikinn alvarlega. United ætli sér sigur en hann verði að horfa á heildarmyndina en United á leik gegn Newcastle í deildinni á miðvikudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×