Læknar semja ekki um stórfellda lækkun 19. nóvember 2010 05:00 Læknavaktin á Smáratorgi „Ég tel mér skylt að standa vörð um þessa þjónustu hér á landi. Ef semja á niður verð um allt að tuttugu prósent er sjálfhætt og læknarnir fara annað,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna. Sérfræðilæknar munu ekki semja um átján prósent lækkun á taxta til að mæta sparnaðarkröfu fjárlaga, að hans sögn. Sjúkratryggingar Íslands áætla að útgjöld vegna lækniskostnaðar árið 2011 verði rúmlega sex milljarðar króna en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir rétt tæpum fimm milljörðum. Stjórnvöld áætla því 1.126 milljóna króna sparnað á þessum fjárlagalið eða 18,7 prósent. Kristján segir í raun þrjá kosti í stöðunni til að mæta kröfu fjárlagafrumvarpsins. „Semja við lækna um lægra verð, hækka sjúklingagjöld eða henda út úr kerfinu vissri þjónustu.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa á orði að án afgerandi breytinga á fjárlagafrumvarpinu stefni í harkaleg átök lækna við ríkið. Kristján segir of snemmt að spá slíku en ef svo yrði væri það ekki fyrsta skipti. „Það má líka segja að það tekur langan tíma að byggja upp gott heilbrigðiskerfi en það tekur enga stund að rífa niður.“ Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands eru allir lausir 1. apríl næstkomandi, þeir fyrstu renna út um áramótin. Undir nefndum fjárlagalið fjárlagafrumvarpsins eru sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, rannsókna- og röntgenstofur en jafnframt sjálfstætt starfandi heimilislæknar og greiðslur til rannsóknastofa á Landspítala vegna sjúklinga utan spítalans. Um fjörutíu prósent lækna sem vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eru ekki í neinu eða afar litlu starfi hjá ríkinu eða stofnunum sem njóta rekstrarstyrkja frá hinu opinbera. Þessir læknar eru með um sextíu prósent af veltunni. Rúmlega 140 læknar starfa alfarið á eigin vegum en sérfræðilæknar eru um 340 talsins á Íslandi. Skipta má heilbrigðisþjónustu á Íslandi niður í þrjár meginstoðir. Þjónustu heilbrigðisstofnana, heilsugæslu og starfsemi sérfræðilækna. Sérgreinarnar eru fjölmargar, eða ríflega 25 talsins. Komur til sérfræðilækna árið 2009 voru 443 þúsund talsins. svavar@frettabladid.is Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
„Ég tel mér skylt að standa vörð um þessa þjónustu hér á landi. Ef semja á niður verð um allt að tuttugu prósent er sjálfhætt og læknarnir fara annað,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna. Sérfræðilæknar munu ekki semja um átján prósent lækkun á taxta til að mæta sparnaðarkröfu fjárlaga, að hans sögn. Sjúkratryggingar Íslands áætla að útgjöld vegna lækniskostnaðar árið 2011 verði rúmlega sex milljarðar króna en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir rétt tæpum fimm milljörðum. Stjórnvöld áætla því 1.126 milljóna króna sparnað á þessum fjárlagalið eða 18,7 prósent. Kristján segir í raun þrjá kosti í stöðunni til að mæta kröfu fjárlagafrumvarpsins. „Semja við lækna um lægra verð, hækka sjúklingagjöld eða henda út úr kerfinu vissri þjónustu.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa á orði að án afgerandi breytinga á fjárlagafrumvarpinu stefni í harkaleg átök lækna við ríkið. Kristján segir of snemmt að spá slíku en ef svo yrði væri það ekki fyrsta skipti. „Það má líka segja að það tekur langan tíma að byggja upp gott heilbrigðiskerfi en það tekur enga stund að rífa niður.“ Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands eru allir lausir 1. apríl næstkomandi, þeir fyrstu renna út um áramótin. Undir nefndum fjárlagalið fjárlagafrumvarpsins eru sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, rannsókna- og röntgenstofur en jafnframt sjálfstætt starfandi heimilislæknar og greiðslur til rannsóknastofa á Landspítala vegna sjúklinga utan spítalans. Um fjörutíu prósent lækna sem vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eru ekki í neinu eða afar litlu starfi hjá ríkinu eða stofnunum sem njóta rekstrarstyrkja frá hinu opinbera. Þessir læknar eru með um sextíu prósent af veltunni. Rúmlega 140 læknar starfa alfarið á eigin vegum en sérfræðilæknar eru um 340 talsins á Íslandi. Skipta má heilbrigðisþjónustu á Íslandi niður í þrjár meginstoðir. Þjónustu heilbrigðisstofnana, heilsugæslu og starfsemi sérfræðilækna. Sérgreinarnar eru fjölmargar, eða ríflega 25 talsins. Komur til sérfræðilækna árið 2009 voru 443 þúsund talsins. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira