Enski boltinn

Páfagaukur sem segir nöfn leikmanna Man. Utd - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pafagaukurinn fer létt með að segja nöfn Giggs, Scholes og Ferdinand.
Pafagaukurinn fer létt með að segja nöfn Giggs, Scholes og Ferdinand.
Páfagaukurinn Pigeon hefur slegið í gegn. Pigeon horfir augljóslega mikið á leiki með Man. Utd því hann kann að segja nöfn margra leikmanna liðsins.

Það sem meira þá kann páfagaukurinn einnig að rífa kjaft og lætur dómarann ósjaldan heyra það.

Páfagauknum er einnig í nöp við Liverpool sem ætti að kæta stuðningsmenn United enn frekar.

Athyglisvert er að gæludýrið sýnir eldri leikmönnum á borð við Neville og Giggs sérstaka virðingu með því að segja fullt nafn þeirra. Gaukurinn hefur heldur ekki gleymt Cristiano Ronaldo og er óborganlegt að fylgjast með honum segja nafn Portúgalans.

Það er óstjórnlega fyndið að fylgjast með Pigeon í ham og sjón er sögu ríkari. Hægt er að sjá Pigeon hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×