Enski boltinn

Meiðslavandræði Liverpool aukast - Spearing fótbrotnaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jay Spearing í leik með Liverpool.
Jay Spearing í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Jay Spearing, miðvallarleikmaður Liverpool, verður frá næstu sex vikurnar eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu með félaginu í dag.

„Í lok æfingarinnar voru leikmenn að spila fimm á móti fimm og tóku því nokkuð rólega. En hann sneri ökklanum og við það brotnaði lítið bein rétt fyrir ofan ökklann,“ sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool, á heimasíðu félagsins í dag.

„Þetta er hræðilegt áfall fyrir Jay og okkur. Hann hefur verið að standa sig mjög vel og hafði verið að nálgast sæti í byrjunarliðinu.“

Liverpool mætir botnliði West Ham í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

„Ég var að íhuga að nota hann í þeim leik, jafnvel frá byrjun.“

Þeir Steven Gerrard og Lucas Leiva eru einnig frá og á því Hodgson fáa kosti eftir á miðjunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×