Sport

Tebow spilar fyrir landslið Filippseyja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tebow í búningi Mets.
Tebow í búningi Mets. vísir/getty

Íþróttamaðurinn Tim Tebow heldur áfram að feta nýjar slóðir og næst hjá honum er að spila hafnabolta fyrir landslið Filippseyja.

Hann mun spila sína fyrstu landsleiki fyrir þjóðina í undankeppni HM. Tebow er Bandaríkjamaður en fæddist á Filippseyjum og nýtir sér það núna. Foreldrar hans voru með trúboð þar í landi.Íþróttaferill Tebow er skrautlegur. Hann sló í gegn í NFL-deildinni með Denver Broncos en fékk svo aldrei nein alvöru tækifæri eftir það.

Þá færði hann sig yfir í hafnaboltann og samdi við New York Mets árið 2016. Hann hefur ekki enn náð að spila með aðalliði Mets en spilar fyrir lið félagsins í neðri deildunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.