Erlent

Þýsku lausninni hafnað

Innanríkisráðherrar Frakklands og Spánar höfnuðu í gær þýskri tillögu um að koma upp búðum fyrir ólöglega innflytjendur í Norður-Afríku. Samkvæmt tillögunni átti að vista ólöglegu innflytjendurna þar meðan ákvörðun væri tekin um mál þeirra í löndunum sem þeir reyndu að komast til. "Fyrir Frakkland er útilokað að samþykkja áfangabúðir eða önnur slík fyrirbæri," sagði Dominique de Villepin, innanríkisráðherra Frakklands. Hann sagði að ríki Evrópusambandsins ættu ekki að taka einhliða ákvarðanir um stefnuna í innflytjendamálum heldur ættu þeir að hafa samráð um stefnuna við alþjóðasamtök og þau ríki sem flóttamenn færu um. Jose Antonio Alonso, innanríkisráðherra Spánar, sagði að óvíst væri um ástand mannúðarmála í slíkum innflytjendabúðum. Otto Schily, innanríkisráðherra Þýskalands, setti tillöguna fram og Ítalir styðja hana. Schily sagði í gær að áætlunin tæki á vandamálinu þar sem það ætti uppruna sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×