Ólympíuleikarnir í Aþenu hafnir 13. ágúst 2004 00:01 Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst fyrir tæpri klukkustund. Einn af hápunktum athafnarinnar er flutningur Bjarkar Guðmundsdóttur á laginu Oceania sem var samið í tilefni leikanna. Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst nú rétt fyrir fréttir og eins og við var að búast er mikið um dýrðir. Ólympíuleikvangurinn í Aþenu er sneisafullur af fólki hvaðanæva úr heiminum, jafnt hefðarmönnum sem almenningi. Alls ganga 10.500 íþróttamenn frá tvö hundruð og tveimur þjóðum um Ólympíuleikvanginn í kvöld undir tónlist og lófataki 72 þúsund áhorfenda. Athöfnin er einn stærsti viðburður sinnar tegundur frá upphafi, enda taka tæplega 9000 skemmtikraftar þátt í stanslausri sýningu þar sem Grikkland til forna og nútíminn mætast í mikilli sjónrænni veislu. Eitt af aðalatriðum kvöldsins er í höndum Bjarkar Guðmundsdóttur. Hún mun syngja lagið Oceania af væntanlegri plötu sinni, Medúlla. Lagið verður flutt í lítið eitt breyttri útgáfu í kvöld sem, að sögn Bjarkar, mun eiga við andrúmsloft kvöldsins. Texta lagsins samdi skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og lagði hann mikið á sig við undirbúning lagsins og tók meðal annars námskeið í grískri goðafræði til að undirbúa sig sem best. Á leikunum sem standa í sextán daga verður keppt í 28 íþróttagreinum á 38 mismunandi stöðum í höfuðborg Ólympíuleikanna, Aþenu. Öryggisgæsla vegna leikanna er gríðarlega mikil og til marks um það verða 70 þúsund öryggisverðir til taks meðan á leikunum stendur. Þyrlur og loftför munu sveima yfir Aþenu, auk þess sem götum og höfnum verður gætt af ítrustu varkárni. Allt þetta á að gera það að verkum að stærsta íþróttahátíð heims fari fram án óhappa og þar með sjá til þess að ekkert skyggi á Ólympíuandann sem nú svífur yfir Aþenu eins og fyrir 108 árum á fyrstu nútímaólympíuleikunum. Erlent Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst fyrir tæpri klukkustund. Einn af hápunktum athafnarinnar er flutningur Bjarkar Guðmundsdóttur á laginu Oceania sem var samið í tilefni leikanna. Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst nú rétt fyrir fréttir og eins og við var að búast er mikið um dýrðir. Ólympíuleikvangurinn í Aþenu er sneisafullur af fólki hvaðanæva úr heiminum, jafnt hefðarmönnum sem almenningi. Alls ganga 10.500 íþróttamenn frá tvö hundruð og tveimur þjóðum um Ólympíuleikvanginn í kvöld undir tónlist og lófataki 72 þúsund áhorfenda. Athöfnin er einn stærsti viðburður sinnar tegundur frá upphafi, enda taka tæplega 9000 skemmtikraftar þátt í stanslausri sýningu þar sem Grikkland til forna og nútíminn mætast í mikilli sjónrænni veislu. Eitt af aðalatriðum kvöldsins er í höndum Bjarkar Guðmundsdóttur. Hún mun syngja lagið Oceania af væntanlegri plötu sinni, Medúlla. Lagið verður flutt í lítið eitt breyttri útgáfu í kvöld sem, að sögn Bjarkar, mun eiga við andrúmsloft kvöldsins. Texta lagsins samdi skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og lagði hann mikið á sig við undirbúning lagsins og tók meðal annars námskeið í grískri goðafræði til að undirbúa sig sem best. Á leikunum sem standa í sextán daga verður keppt í 28 íþróttagreinum á 38 mismunandi stöðum í höfuðborg Ólympíuleikanna, Aþenu. Öryggisgæsla vegna leikanna er gríðarlega mikil og til marks um það verða 70 þúsund öryggisverðir til taks meðan á leikunum stendur. Þyrlur og loftför munu sveima yfir Aþenu, auk þess sem götum og höfnum verður gætt af ítrustu varkárni. Allt þetta á að gera það að verkum að stærsta íþróttahátíð heims fari fram án óhappa og þar með sjá til þess að ekkert skyggi á Ólympíuandann sem nú svífur yfir Aþenu eins og fyrir 108 árum á fyrstu nútímaólympíuleikunum.
Erlent Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira