Innlent

Þekkingarsamfélag í Borgarfirði

Borgarbyggð, Borgarfjarðasveit, Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskóli Íslands og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf við mótun og þróun þekkingarsamfélags í Borgarfirði. Fram kemur í tilkynningu frá aðilum samkomulagsins að sveitarfélögin, sem eru að sameinast, muni styrkja og efla háskólana, nýjan menntaskóla og grunnskóla á svæðinu auk þess að skapa þekkingarfyrirtækjum starfsgrundvöll. Háskólarnir munu marka sér þá stefnu að styrkja samfélagið í héraðinu, styðja við frumkvöðla og sprotafyrirtæki og þá mun Orkuveita Reykjavíkur leggja ljósleiðara í háskóla og þéttbýliskjarna í héraðinu sem myndar bakbein hins nýja upplýsingasamfélags eins og segir í tilkynningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×