Innlent

Ekki verkfall á hjúkrunarheimilum

Félagar í SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu, hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. 71 prósent greiddu atkvæði með samningnum en rúmlega helmingur þeirra tæplega þrjú hundruð félagsmanna sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þar með er ljóst að ekkert verður af verkfalli á hjúkrunarheimilum og öðrum stofnunum sem nýi samningurinn gildir á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×