Íslenski boltinn

Hólmfríður sá um Fylki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmfríður skoraði markið sem réði úrslitum gegn Fylki.
Hólmfríður skoraði markið sem réði úrslitum gegn Fylki. vísir/daníel
Selfoss styrkti stöðu sína í 3. sæti Pepsi Max-deildar kvenna með 1-0 sigri á Fylki á heimavelli í dag.

Eina mark leiksins kom strax á 3. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir slapp þá í gegn eftir sendingu Barbáru Sólar Gísladóttur. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði frá Hólmfríði en hún fylgdi á eftir og skoraði í annarri tilraun.

Þetta var sjötta mark Hólmfríðar í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Selfyssingar fengu betri færi það sem eftir lifði leiks en fleiri urðu mörkin ekki.

Bikarmeistarar Selfoss eru með 28 stig í 3. sæti deildarinnar. Fylkir er í því fimmta með 22 stig. Árbæingar hafa tapað tveimur leikjum í röð.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.