Að takast á við kvíða og þunglyndi kostar sitt Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2015 08:59 Bryndísi brá í brún þegar hún áttaði sig á því hversu mikið hún var búin að borga í meðferð sína. Bryndís Sæunn S. Gunnlaugsdóttir nemi borgaði 129 þúsund krónur fyrir sálfræðimeðferð. Hún þjáist af félagskvíða og þunglyndi en hún hefur varla efni á því að takast á við þessi andlegu veikindi sín. Hún borgaði samtals 129 þúsund krónur fyrir 7 viðtalstíma og 11 vikna námskeið á vegum sálfræðistofunnar sinnar. Þetta var á tímabilinu apríl til september á þessu ári. Bryndísi Sæunni brá allverulega þegar hún áttaði sig á því hversu mikið fé hún hefur þurft að reiða af hendi vegna þessa. Þetta eru verulegar upphæðir fyrir ungt fólk í námi.Kostar 336 þúsund á ári Bryndís Sæunn segist svo gjarnan vilja takast á við veikindi sín, hún hefði viljað geta farið í að minnsta kosti tvo viðtalstíma á mánuði. „En, það kostar mig um 28.000 krónur eða 336.000 á ári.“ Þó Bryndísi veitist erfitt að rísa undir kostnaðinum ber hún meðferðinni vel söguna og telur þau hafa skilað árangri. „Já. Í einstaklingsviðtölunum mínum hef ég náð miklum árangri að vinna með þunglyndið og félagskvíðann minn og held því áfram. Ég er sálfræðingi mínum óendilega þakklát fyrir allt. En mér finnst ég ekki hafa náð eins miklum árangri með hópnámskeiðið eins og ég vonaðist eftir.“Bryndís Sæunn segir geðræna sjúkdóma ávísun á líkamlega kvilla.Á þessu tímabili fór Bryndís Sæunn tvisvar til þrisvar á sálfræðistofu sína í viku hverri. „Þessi stofnun varð eins og að mínu öðru heimili. Fyrir hvern viðtalstíma sem tók 50-60 mínútur borgaði ég 12-14.000 og fyrir 11 vikna námskeiðið greiddi ég 60.000 þar sem við hittumst nokkur í hóp í tvo klukkutíma hverri viku frá apríl til júlí. Ef maður brýtur niður þessa upphæð á klukkutíma er maður ekki að borga nema um 500kr fyrir hvern klukkutíma sem mér fannst nokkuð vel sloppið miðað við hversu mikill tími og vinna fór í námskeiðið.“Ávísun á líkamlega kvilla Bryndís Sæunn nálgast veikindi sín með jákvæðu hugarfari og segist ekki hafa fundið fyrir neinum fordómum í sinn garð. „Ekki frá vinnuveitenda, fjölskyldu eða vinum. Enda hef ég ekki verið að fela mín veikindi og fagna allri umræðu um málið. Þrátt fyrir það er það ekki lækningin, manni líður ennþá einangraðri en það er eitthvað sem ég og aðrir kvíða- og þunglyndissjúklingar þurfum virkilega að hafa fyrir.“ Hún vill undirstrika að geðrænir sjúkdómar séu allt eins alvarlegir og líkamlegir sjúkdómar, sem fólk og Sjúkrasamlagið hefur meiri skilning á. Það sem meira er, geðrænir sjúkdómar eru oftar en ekki ávísun á líkamlega sjúkdóma:Það kostar sitt að takast á við kvíða og þunglyndi.„Ef ekki er gripið í taumanna með geðraskanir þá getur það leitt til margra líkamlegra kvilla. Þegar kvíðinn tekur yfir hefur það áhrif á allan líkamann. Kvíði getur orsakað hjartsláttatruflanir, vöðvabólgu, bakverkja, meltingartruflanir og svo lengi mætti telja áfram. Með því framhaldi getur það á endanum leitt til hjartaáfalls og svo margt fleira sem gerir okkur óstarfhæf.“Brá þegar hún sá reikninga Bryndís Sæunn segir því geðheilsu sína nokkuð sem hún hljóti að setja í forgang. „Ég er tilbúin til að borga þessa upphæð sem þarf til að fá þessa hjálp. En mér brá alveg rosalega þegar ég sá alla þessa reikninga og upphæðina sem ég hafði verið að greiða. Ég hef aldrei lagt svona mikinn pening í eina stofnun áður.“ Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bryndís Sæunn S. Gunnlaugsdóttir nemi borgaði 129 þúsund krónur fyrir sálfræðimeðferð. Hún þjáist af félagskvíða og þunglyndi en hún hefur varla efni á því að takast á við þessi andlegu veikindi sín. Hún borgaði samtals 129 þúsund krónur fyrir 7 viðtalstíma og 11 vikna námskeið á vegum sálfræðistofunnar sinnar. Þetta var á tímabilinu apríl til september á þessu ári. Bryndísi Sæunni brá allverulega þegar hún áttaði sig á því hversu mikið fé hún hefur þurft að reiða af hendi vegna þessa. Þetta eru verulegar upphæðir fyrir ungt fólk í námi.Kostar 336 þúsund á ári Bryndís Sæunn segist svo gjarnan vilja takast á við veikindi sín, hún hefði viljað geta farið í að minnsta kosti tvo viðtalstíma á mánuði. „En, það kostar mig um 28.000 krónur eða 336.000 á ári.“ Þó Bryndísi veitist erfitt að rísa undir kostnaðinum ber hún meðferðinni vel söguna og telur þau hafa skilað árangri. „Já. Í einstaklingsviðtölunum mínum hef ég náð miklum árangri að vinna með þunglyndið og félagskvíðann minn og held því áfram. Ég er sálfræðingi mínum óendilega þakklát fyrir allt. En mér finnst ég ekki hafa náð eins miklum árangri með hópnámskeiðið eins og ég vonaðist eftir.“Bryndís Sæunn segir geðræna sjúkdóma ávísun á líkamlega kvilla.Á þessu tímabili fór Bryndís Sæunn tvisvar til þrisvar á sálfræðistofu sína í viku hverri. „Þessi stofnun varð eins og að mínu öðru heimili. Fyrir hvern viðtalstíma sem tók 50-60 mínútur borgaði ég 12-14.000 og fyrir 11 vikna námskeiðið greiddi ég 60.000 þar sem við hittumst nokkur í hóp í tvo klukkutíma hverri viku frá apríl til júlí. Ef maður brýtur niður þessa upphæð á klukkutíma er maður ekki að borga nema um 500kr fyrir hvern klukkutíma sem mér fannst nokkuð vel sloppið miðað við hversu mikill tími og vinna fór í námskeiðið.“Ávísun á líkamlega kvilla Bryndís Sæunn nálgast veikindi sín með jákvæðu hugarfari og segist ekki hafa fundið fyrir neinum fordómum í sinn garð. „Ekki frá vinnuveitenda, fjölskyldu eða vinum. Enda hef ég ekki verið að fela mín veikindi og fagna allri umræðu um málið. Þrátt fyrir það er það ekki lækningin, manni líður ennþá einangraðri en það er eitthvað sem ég og aðrir kvíða- og þunglyndissjúklingar þurfum virkilega að hafa fyrir.“ Hún vill undirstrika að geðrænir sjúkdómar séu allt eins alvarlegir og líkamlegir sjúkdómar, sem fólk og Sjúkrasamlagið hefur meiri skilning á. Það sem meira er, geðrænir sjúkdómar eru oftar en ekki ávísun á líkamlega sjúkdóma:Það kostar sitt að takast á við kvíða og þunglyndi.„Ef ekki er gripið í taumanna með geðraskanir þá getur það leitt til margra líkamlegra kvilla. Þegar kvíðinn tekur yfir hefur það áhrif á allan líkamann. Kvíði getur orsakað hjartsláttatruflanir, vöðvabólgu, bakverkja, meltingartruflanir og svo lengi mætti telja áfram. Með því framhaldi getur það á endanum leitt til hjartaáfalls og svo margt fleira sem gerir okkur óstarfhæf.“Brá þegar hún sá reikninga Bryndís Sæunn segir því geðheilsu sína nokkuð sem hún hljóti að setja í forgang. „Ég er tilbúin til að borga þessa upphæð sem þarf til að fá þessa hjálp. En mér brá alveg rosalega þegar ég sá alla þessa reikninga og upphæðina sem ég hafði verið að greiða. Ég hef aldrei lagt svona mikinn pening í eina stofnun áður.“
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira