Enski boltinn

Guus Hiddink: Við megum ekki gera svona mistök á móti Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guus Hiddink, stjóri Chelsea.
Guus Hiddink, stjóri Chelsea. Mynd/AFP

Guus Hiddink, stjóri Chelsea, var ánægður með 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann var ekki sáttur við einbeitingarleysi sinna manna.

„Ég er ánægður með úrslitin en það voru tímapunktar í leiknum þar sem við vorum að missa einbeitinguna. Þegar menn fara að spila fyrir sjálfan sig þá gefum við færi á okkur. Þetta slapp í þessum leik á móti Fulham en okkur er refsað fyrir svona hluti á móti sterkari andstæðingum eins og Barcelona," sagði Hiddink.

„Við ætluðum að taka deildarleikinn á milli Barcelona-leikjanna alvarlega en það væri frábært ef okkur tekst að komast í tvo úrslitaleiki í vor," sagði Hiddink en seinni undanúrslitaleikinn á móti Barcelona er á miðvikudaginn.

Guus Hiddink var ánægður með þá Didier Drogba og Nicolas Anelka sem skoruðu báðir og voru mennirnir á bak við öll þrjú mörk Chelsea í leiknum.

„Þeir gefa okkur fleiri möguleika. Ef þú er miðvörður þá er ég viss um að þú vildir ekki mæta þeim báðum í einu. Þeir eru sterkir og fljótir og við erum að láta þá spila meira saman ekki bara í þessum leik heldur einnig á æfingum," sagði Hiddink.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×