Enski boltinn

Sex stiga forusta blasir við - Giggs búinn að koma United í 1-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs skorar hér eina mark fyrri hálfleiksins.
Ryan Giggs skorar hér eina mark fyrri hálfleiksins. Mynd/GettyImages

Manchester United er á góðri leið með að ná sex stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni en ensku meistararnir eru 1-0 yfir í hálfleik á útivelli á móti Middlesbrough.

Ryan Giggs skoraði eina mark fyrri hálfleiksins á 25. mínútu leiksins með hnitmiðuðu skoti rétt fyrir utan teig eftir þunga sókn Manchester.

Middlesbrough-liðið hefur verið að gera ágæta hluti út á vellinum og hefur verið mikið með boltann en ekki náð að opna vörn Manchester.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×