Erlent

Kynsjúkdómurinn sárasótt vaxandi vandamál í Evrópu

Kynsjúkdómurinn syfilis eða sárasótt er nú vaxandi vandamál í mörgum af helstu stórborgum Vestur-Evrópu. Fyrir 25 árum var talið að sjúkdóminum hefði verið nær útrýmt í álfunni

Tölur yfir fjölda tilfella af sárasótt í Bretlandi undanfarinn áratug eru sláandi. Árið 1997 voru skráð 307 tilfelli af þessum kynsjúkdómi þar í landi en í fyrra voru tilfellin orðin rúmlega 3.700 talsins sem er aukning upp á um 1.200%.

Og svipaða þróun er að finna í öðrum löndum. Í borgum á borð við London, Dublin, Berlin, Paris og Rotterdam hefur sárasóttartilfellum fjölgað mjög mikið á síðustu árum. Þar að auki hefur aukning orðið á sárasótt í löndum á borð við Bandaríkin, Kanada og Ástralíu.

Sárasóttin greinist einkum meðal samkynhneigðra karlmanna en sárasótt smitast nær eingöngu með kynmökum.. Á tveimur síðustu áratugum gerði óttinn við eyðni það að verkum að þessi hópur stundaði öruggt kynlíf en ný lyf gegn eyðni hafa gert það að verkum að slíkt fer minnkandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×