Enski boltinn

Gazza slapp við fangelsisvist

Arnar Björnsson skrifar
Paul Gascoigne.
Paul Gascoigne. Mynd/AFP
Paul Gascoigne, fyrrum landsliðsmaður Englendinga í fótbolta, sleppur við fangelsisvist haldi hann skilorð næsta árið.

Gazza var gripinn fullur undir stýri og við mælingu var hann með fjórum sinnum meira magn í blóði en lögin heimila.

Haldi fótboltakappinn fyrrverandi sig innan ramma laganna næsta árið þarf hann ekki að dúsa í 8 vikur í steininum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×