Enski boltinn

Mancini: Tevez verður hér næstu árin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez.

Það hefur mikið verið talað um það í vetur að Carlos Tevez, leikmaður Man. City, sé með mikla heimþrá. Roberto Mancini, stjóri liðsins, hefur engar áhyggjur af þessu og segir að Tevez fari hvergi.

Tevez saknar fjölskyldu sinnar mikið en hún býr í Argentínu. Þess vegna er því iðulega kastað upp að hann snúi heim fyrr frekar en síðar.

"Það má vel tala um þetta mál og spyrja Carlos út í það í hverri einustu viku. Ég er búinn að útskýra það þúsund sinnum," sagði Mancini sem er orðinn pirraður á þessari umræðu.

"Carlos er stórkostlegur leikmaður. Hann er einn mikilvægasti leikmaður Evrópu og jafnvel í heiminum. Hann mun vera lengi hjá okkur og hann hefur aldrei sagt við mig að hann ætli sér eitthvað annað."

Tevez hefur skorað 10 mörk í deildinni í vetur og tryggt City marga sigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×