Enski boltinn

Sir Alex biður stuðningsmenn United að láta Wenger í friði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson og Arsene Wenger.
Alex Ferguson og Arsene Wenger. Mynd/AFP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur biðlað til stuðningsmanna liðsins að hætta að syngja níðsöngva um Arsene Wenger, stjóra Arsenal en liðin mætast á Old Trafford á mánudaginn í toppleik ensku úrvalsdeildarinnar.

Forráðamenn United sem og stjórinn skamma sig mikið fyrir framkomu stuðningsmannanna sem einbeita sér mikið að því að komast undir skinnið hjá franska stjóranum sem fær að heyra það á flestum völlum en líklega aldrei eins mikið og á Old Trafford.

Ferguson ætlar að biðla til stuðningsmanna sinna í öllum opinberum viðtölum fram að leik og það er von félagsins að stuðningsmenn Manchester United hlusti á stjórann sinn. Ferguson ætlaði í fyrstu að skrifa opið bréf en hefur nú hafið samstarf með markaðsdeildinni til þess að reyna að loka á þennan svarta blett á stuðningsmannahópi United.

Meðal þess sem Arsene Wenger þarf að sitja undir á Old Trafford er "Sestu niður, barnaníðingurinn þinn," og það er ljóst að United ætlar að gera allt sem er í sínu valdi til þess að koma í veg fyrir slíkan ófögnuð.

Þeir stuðningsmenn sem verða staðnir að verki að syngja níðsöngva Wenger verða umsviflaust leiddir burtu í lögreglufylgd og bannaður aðgangur að fleiri heimaleikjum liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×