Enski boltinn

Fyrrum eigandi Liverpool laminn af innbrotsþjófum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moores, fyrrum eigandi og stjórnarformaður Liverpool.
David Moores, fyrrum eigandi og stjórnarformaður Liverpool. Vísir/Getty
David Moores, fyrrum eigandi Liverpool, liggur nú á sjúkrahúsi með áverka á höfði og fæti eftir að innbrotsþjófar beittu hann ofbeldi á heimili hans á miðvikudagskvöld.

Moores er 69 ára og seldi hlut sinn í félaginu til Tom Hicks og George Gillett árið 2007. Þá hafði hann verið stjórnarformaður félagsins frá 1991.

Þjófarnir kröfðust þess að fá bæði skartgripi og pening frá Moores en ástand hans mun nú vera stöðugt, miðað við það sem kemur fram í enskum fjölmiðlum. Lögregla hefur beðið alla þá sem kunna að hafa upplýsingar um innbrotið að gefa sig fram.

Moores er heiðursforseti Liverpool og verður til lífstíðar.


Tengdar fréttir

Gillett: Ég verð hengdur ef ég sting upp á samstarfi við Everton

Ameríski auðjöfurinn George Gillett sem keypti Liverpool í dag segir ekki koma til greina að deila nýjum heimavelli með Everton eins og breskir fjölmiðlar héldu fram í dag. Hann segir að sér hafi verið gert það ljóst um leið og hann minntist á vallarmál að hann yrði hengdur ef hann áformaði að deila velli með grönnunum bláklæddu.

Sér eftir að hafa selt Liverpool til Gillett og Hicks

Maðurinn sem seldi Liverpool til George Gillett og Tom Hicks, David Moores, sér eftir því að hafa selt Bandaríkjamönnunum klúbbinn. Gillett og Hicks eru líklega óvinsælustu mennirnir í Liverpool um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×