Innlent

Skuldaleiðréttingafrumvörp ríkisstjórnarinnar samþykkt á Alþingi

Þingfundir hafa verið langir og strangir undanfarna daga og hafa þeir staðið fram á kvöld.
Þingfundir hafa verið langir og strangir undanfarna daga og hafa þeir staðið fram á kvöld. vísir/ Daníel
Skuldaleiðréttingafrumvörp ríkisstjórnarinnar urðu að lögum í kvöld þegar Alþingi samþykkti þau með 33 atkvæðum gegn 22. Annars vegar var frumvarpið um séreignarsparnað samþykkt og hins vegar frumvarpið um leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra lána. 54 mál voru á dagskrá Alþingis og voru flest þeirra afgreidd.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fram breytingartillögu við frumvarpið um leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra lána.

Breytingartillagan fól í sér að hvorki hjón sem eiga hreina eign upp á 30 milljónir né þeir einstaklingar sem eiga hreina eign upp á 20 milljónir fái leiðréttingu.

Þá lagði Árni Páll til að þau fimm prósent þjóðarinnar sem eru ríkust fái enga leiðréttingu. Breytingartillagan var felld ásamt öðrum breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. Þá var frumvarp um veiðigjöld afgreitt sem lög frá Alþingi.

Mál voru afgreidd á færibandi á þingi í kvöld. Má þar nefna lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, lög um lífsýnasöfn og lög um ýmsar gjaldskrárlækkanir.

Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 16. maí 2014 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 9. september 2014. Þannig hljóðaði þingsályktunartillaga forsætisráðherra sem hann bar fram síðdegis í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.