Sport

Íslandsmeistarinn kom, sá og sigraði í boðsmóti Stöðvar 2 Sport í pílukasti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Matthías Örn Friðriksson.
Matthías Örn Friðriksson. Vísir/Skjáskot

Úrslitin réðust á boðsmóti Stöðvar 2 Sports í pílukasti í gærkvöldi þar sem undanúrslit og úrslit voru leikin en sýnt var frá 8 manna úrslitum á föstudagskvöld. Átta fremstu pílukastarar landsins tóku þátt í mótinu.

Í fyrri undanúrslitaviðureigninni hafði Matthías Örn Friðriksson betur gegn Pétri Rúðriki Guðmundssyni en Matthías er ríkjandi Íslandsmeistari í pílukasti.

Vitor Charrua hafði betur gegn Hallgrími Egilssyni í hinni undanúrslitaviðureigninni og því áttust Vitor og Matthías við í úrslitum en þeir léku einnig til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði.

Klippa: Boðsmót Stöðvar 2 Sports í pílukasti - Lokaskotin

Sjá má lokakaflann hér fyrir ofan en eins og sjá má hafði Matthías betur með því að vinna sex leggi gegn tveimur og hlaut því gullverðlaun á þessu fyrsta boðsmóti Stöðvar 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×