Enski boltinn

Orðrómur um Benitez fór fjöllunum hærra

NordicPhotos/GettyImages

Orðrómur um að dagar Rafa Benitez knattspyrnustjóra Liverpool væru taldir gekk fjöllunum hærra á Englandi í morgun.

Svo hávær varð orðrómurinn að tveir stórir veðbankar lokuðu fyrir veðmál þess efnis að Benitez væri að hætta.

Þetta slúður hefur nú verið dregið til baka og breska blaðið Daily Telegraph hefur eftir heimildum sínum frá Tom Hicks eiganda félagsins að orðrómurinn sé uppspuni frá rótum.

Jan Mölby, fyrrum leikmaður Liverpool, segist eiga von á að Benitez verði áfram hjá félaginu þrátt fyrir þennan orðróm.

"Það kæmi mér á óvart ef Rafa myndi hætta. Við vitum að hann hefur verið ósáttur við einhverja hluti í nokkurn tíma, en ég held samt að það tæki mjög sterkan mann til að yfirgefa liðið á svo mikilvægum tíma á leiktíðinni. Það má vel vera að einhverjir spái því að Rafa verði hættur í vikulok, en ég hugsa að hann verði áfram. Ég heyrði þennan orðróm sjálfur í gær og allir eru að tala um hann," sagði Mölby.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×