Fyrirkomulag við skipun í nefndir endurskoðað Bjarki Ármannsson skrifar 17. febrúar 2015 20:26 Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag samhljóða tillögu Sjálfstæðisflokksins um að láta endurskoða fyrirkomulagið við skipun fulltrúa í ráð og nefndir borgarinnar. Umræða um málið kom upp þegar fimm fulltrúar meirihlutans sátu hjá við skipun Gústafs Níelssonar sem varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð borgarinnar. Gústaf var skipaður í mannréttindaráð fyrir þrátt fyrir mjög umdeildar fullyrðingar sínar um múslima og hjónavígslur samkynhneigðra. Skipunin var á endanum dregin til baka en fimm borgarfulltrúar, þeirra á meðal Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sátu hjá í mótmælaskyni.Sjá einnig: Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar „Umræðan fór þá svolítið að snúast um afstöðu annarra flokka, af hverju einhverjir hefðu kosið með og aðrir sátu hjá og svo framvegis,“ segir Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hildur talaði fyrir tillögunni í dag en hún var ein þeirra sem gagnrýndi á sínum tíma borgarfulltrúana sem sátu hjá við skipun Gústafs. „Ég tel það með öllu ólýðræðislegt að það sé verið að bjóða heim slíkum „popúlisma“ í ákvörðunum sem eiga alfarið að vera á ábyrgð viðkomandi flokka,“ segir Hildur. „Það er að sjálfsögðu flokkanna sjálfra að stýra því, þó ekki væri nema einungis fyrir þann öryggisventil sem er pólitísk ábyrgð gagnvart kjósendum.“Sjá einnig: Gréta Björg kjörin varamaður í stað Gústafs Tillagan felur í sér að forsætisnefnd verði falið að skoða hvaða leiðir séu tækar við skipun í ráð og nefndir borgarinnar „aðrar en huglæg afstaða borgarfulltrúa til þeirra einstaklinga sem lagðir eru til.“ Hildur segist treysta lögfræðingum Reykjavíkurborgar til að skoða hvort hægt sé að gera ferlið einfaldara og skilvirkara. „Ég býst við að eitthvað muni koma út úr því en ég fagna því allavega að það var vilji til að stíga þetta fyrsta skref,“ segir hún. Innlegg frá Hildur Sverrisdóttir. Tengdar fréttir Sveinbjörg tjáir sig ekki um gagnrýni á skipun Gústafs "Það eru engin komment“ 22. janúar 2015 23:08 Nýi varamaðurinn íþróttafræðingur sem sá um rekstur á einkaþotum Gréta Björg Egilsdóttir varamaður í stað Gústafs Níelssonar. 4. febrúar 2015 10:25 Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Sveinbjörg segir skiljanlegt að framganga hennar verði rædd á flokksþingi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir úlfúð vegna hennar innan Framsóknarflokksins eðlilega en hún hafi ekki hafist með skipan Gústafs Adolfs í mannréttindaráð Reykjavíkur. 8. febrúar 2015 12:59 Gústaf ekki vonsvikinn: „Ég sóttist ekki eftir þessu, það var leitað til mín“ Segir djöfulganginn slíkan í kringum skipan hans að það sæti undrun 21. janúar 2015 12:33 Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar Formaður borgarráðs gagnrýndi fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina harðlega og ætlar að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um skipan varamanns í mannréttindaráð. 3. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag samhljóða tillögu Sjálfstæðisflokksins um að láta endurskoða fyrirkomulagið við skipun fulltrúa í ráð og nefndir borgarinnar. Umræða um málið kom upp þegar fimm fulltrúar meirihlutans sátu hjá við skipun Gústafs Níelssonar sem varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð borgarinnar. Gústaf var skipaður í mannréttindaráð fyrir þrátt fyrir mjög umdeildar fullyrðingar sínar um múslima og hjónavígslur samkynhneigðra. Skipunin var á endanum dregin til baka en fimm borgarfulltrúar, þeirra á meðal Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sátu hjá í mótmælaskyni.Sjá einnig: Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar „Umræðan fór þá svolítið að snúast um afstöðu annarra flokka, af hverju einhverjir hefðu kosið með og aðrir sátu hjá og svo framvegis,“ segir Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hildur talaði fyrir tillögunni í dag en hún var ein þeirra sem gagnrýndi á sínum tíma borgarfulltrúana sem sátu hjá við skipun Gústafs. „Ég tel það með öllu ólýðræðislegt að það sé verið að bjóða heim slíkum „popúlisma“ í ákvörðunum sem eiga alfarið að vera á ábyrgð viðkomandi flokka,“ segir Hildur. „Það er að sjálfsögðu flokkanna sjálfra að stýra því, þó ekki væri nema einungis fyrir þann öryggisventil sem er pólitísk ábyrgð gagnvart kjósendum.“Sjá einnig: Gréta Björg kjörin varamaður í stað Gústafs Tillagan felur í sér að forsætisnefnd verði falið að skoða hvaða leiðir séu tækar við skipun í ráð og nefndir borgarinnar „aðrar en huglæg afstaða borgarfulltrúa til þeirra einstaklinga sem lagðir eru til.“ Hildur segist treysta lögfræðingum Reykjavíkurborgar til að skoða hvort hægt sé að gera ferlið einfaldara og skilvirkara. „Ég býst við að eitthvað muni koma út úr því en ég fagna því allavega að það var vilji til að stíga þetta fyrsta skref,“ segir hún. Innlegg frá Hildur Sverrisdóttir.
Tengdar fréttir Sveinbjörg tjáir sig ekki um gagnrýni á skipun Gústafs "Það eru engin komment“ 22. janúar 2015 23:08 Nýi varamaðurinn íþróttafræðingur sem sá um rekstur á einkaþotum Gréta Björg Egilsdóttir varamaður í stað Gústafs Níelssonar. 4. febrúar 2015 10:25 Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Sveinbjörg segir skiljanlegt að framganga hennar verði rædd á flokksþingi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir úlfúð vegna hennar innan Framsóknarflokksins eðlilega en hún hafi ekki hafist með skipan Gústafs Adolfs í mannréttindaráð Reykjavíkur. 8. febrúar 2015 12:59 Gústaf ekki vonsvikinn: „Ég sóttist ekki eftir þessu, það var leitað til mín“ Segir djöfulganginn slíkan í kringum skipan hans að það sæti undrun 21. janúar 2015 12:33 Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar Formaður borgarráðs gagnrýndi fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina harðlega og ætlar að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um skipan varamanns í mannréttindaráð. 3. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Nýi varamaðurinn íþróttafræðingur sem sá um rekstur á einkaþotum Gréta Björg Egilsdóttir varamaður í stað Gústafs Níelssonar. 4. febrúar 2015 10:25
Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40
Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40
Sveinbjörg segir skiljanlegt að framganga hennar verði rædd á flokksþingi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir úlfúð vegna hennar innan Framsóknarflokksins eðlilega en hún hafi ekki hafist með skipan Gústafs Adolfs í mannréttindaráð Reykjavíkur. 8. febrúar 2015 12:59
Gústaf ekki vonsvikinn: „Ég sóttist ekki eftir þessu, það var leitað til mín“ Segir djöfulganginn slíkan í kringum skipan hans að það sæti undrun 21. janúar 2015 12:33
Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar Formaður borgarráðs gagnrýndi fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina harðlega og ætlar að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um skipan varamanns í mannréttindaráð. 3. febrúar 2015 00:01