Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 00:01 S. Björn Blöndal segir Framsókn vísvitandi hafa unnið sér inn fylgi á forsendum fordóma. Kosið verður um nýjan varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í nótt. Farið var í atkvæðaskýringu og lýsti Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs, því yfir að hann myndi sitja hjá í atkvæðagreiðslunni. Það gerði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, einnig sem og Halldór Auðar Svansson pírati. Sigurður Björn Blöndal sagði það hafa verið ábyrgðaleysi af hálfu fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina, þeirra Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, að hafa skipað Gústaf Níelsson í mannréttindaráð. Það væri vegna öfgafullra skoðana hans og sagði flokkinn „daðra við öfgastefnu og rasisma.“ Flokkurinn hafi vísvitandi unnið sér inn fylgi á forsendum fordóma og að þeirri stefnu hefði aldrei verið afneitað, „aðeins slegið í og úr.“ Sóley Tómasdóttir sagðist jafnframt ætla að sitja hjá og sagði borgarfulltrúum Framsóknar ekki treystandi til að tilnefna aðila í mannréttindaráð. Hún myndi ekki taka ábyrgð á tilnefningum þeirra „nema eitthvað stórkostlegt gerist og þær breyti skoðun sinni.“ Ekki megi ljá mönnum sem Gústafi rödd í mannréttindaráði, það sé andstætt allri þeirri hugmyndafræði sem hún standi fyrir. Þá er Halldór Auðar Svansson einnig á meðal þeirra sem mun sitja hjá og sagði flokkinn verða að skýra stefnu sína. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, sagði að mikilvægt væri að leyfa röddum allra að heyrast. „Ekki bara raddirnar sem við viljum heyra [...] Stefnan er skýr. Framsóknarflokkurinn líður enga mismunun,“ sagði hún. Gústaf Níelsson var á síðasta fundi borgarstjórnar skipaður varamaður í mannréttindaráð með tíu atkvæðum. Nú liggur þó fyrir að hann mun ekki taka sæti en verður Gréta Björg Egilsdóttir skipuð í hans stað. Hún lýsti því yfir á fundinum í kvöld að hún tæki ekki undir skoðanir Gústafs.Fundurinn stendur enn yfir, en á hann má horfa í beinni útsendingu á vef Reykjavíkurborgar. Tengdar fréttir Sveinbjörg tjáir sig ekki um gagnrýni á skipun Gústafs "Það eru engin komment“ 22. janúar 2015 23:08 Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir "rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík“ ekki eiga erindi í Framsóknarflokkinn. 30. janúar 2015 18:05 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Kosið verður um nýjan varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í nótt. Farið var í atkvæðaskýringu og lýsti Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs, því yfir að hann myndi sitja hjá í atkvæðagreiðslunni. Það gerði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, einnig sem og Halldór Auðar Svansson pírati. Sigurður Björn Blöndal sagði það hafa verið ábyrgðaleysi af hálfu fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina, þeirra Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, að hafa skipað Gústaf Níelsson í mannréttindaráð. Það væri vegna öfgafullra skoðana hans og sagði flokkinn „daðra við öfgastefnu og rasisma.“ Flokkurinn hafi vísvitandi unnið sér inn fylgi á forsendum fordóma og að þeirri stefnu hefði aldrei verið afneitað, „aðeins slegið í og úr.“ Sóley Tómasdóttir sagðist jafnframt ætla að sitja hjá og sagði borgarfulltrúum Framsóknar ekki treystandi til að tilnefna aðila í mannréttindaráð. Hún myndi ekki taka ábyrgð á tilnefningum þeirra „nema eitthvað stórkostlegt gerist og þær breyti skoðun sinni.“ Ekki megi ljá mönnum sem Gústafi rödd í mannréttindaráði, það sé andstætt allri þeirri hugmyndafræði sem hún standi fyrir. Þá er Halldór Auðar Svansson einnig á meðal þeirra sem mun sitja hjá og sagði flokkinn verða að skýra stefnu sína. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, sagði að mikilvægt væri að leyfa röddum allra að heyrast. „Ekki bara raddirnar sem við viljum heyra [...] Stefnan er skýr. Framsóknarflokkurinn líður enga mismunun,“ sagði hún. Gústaf Níelsson var á síðasta fundi borgarstjórnar skipaður varamaður í mannréttindaráð með tíu atkvæðum. Nú liggur þó fyrir að hann mun ekki taka sæti en verður Gréta Björg Egilsdóttir skipuð í hans stað. Hún lýsti því yfir á fundinum í kvöld að hún tæki ekki undir skoðanir Gústafs.Fundurinn stendur enn yfir, en á hann má horfa í beinni útsendingu á vef Reykjavíkurborgar.
Tengdar fréttir Sveinbjörg tjáir sig ekki um gagnrýni á skipun Gústafs "Það eru engin komment“ 22. janúar 2015 23:08 Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir "rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík“ ekki eiga erindi í Framsóknarflokkinn. 30. janúar 2015 18:05 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06
Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir "rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík“ ekki eiga erindi í Framsóknarflokkinn. 30. janúar 2015 18:05
Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46
Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02
Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40
Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44
Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36