Sport

Dagskráin í dag: Golfskóli Birgis Leifs og goðsagnir efstu deildar

Sindri Sverrisson skrifar
Margrét Lára lyftir Íslandsmeistarabikarnum ásamt systur sinni, Elísu.
Margrét Lára lyftir Íslandsmeistarabikarnum ásamt systur sinni, Elísu. vísir/daníel þór

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Uppfært: Til stóð að Margrét Lára myndi mæta í þáttinn Sportið í kvöld en vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna verður ekki að því. Hún mætir í settið á þriðjdaginn.

Á meðal annars efnis á Stöð 2 Sport í dag er minningarþáttur um Örlyg Sturluson, heimildarmynd um Martin Hermannsson, ítalskur, enskur og Meistaradeildar-fótbolti.

Stöð 2 Sport 2

Á Stöð 2 Sport 2 verður sýnd vönduð þáttaröð um goðsagnirnar í efstu deild karla í fótbolta, alls tíu þættir. Frá kl. 16.45 verður svo úrslitaeinvígi KR og ÍR frá síðasta ári í Domino‘s-deild karla í körfubolta sýnt.

Stöð 2 Sport 3

Íslenskur handbolti verður alls ráðandi á Stöð 2 Sport 3. Þar verður sýnt frá úrslitaeinvígum Fram og Vals í Olís-deild kvenna, og frá undanúrslitaeinvígi FH og Selfoss í Olís-deild karla 2018.

Stöð 2 eSport

Á heimavelli rafíþróttanna, Stöð 2 eSport, verður hægt að horfa á leik KR White og Dusty í Counter-Strike í Vodafone-deildinni, sem og leiki frá síðasta tímabili og af Reykjavíkurleikunum.

Stöð 2 Golf

Tólf þátta sería úr smiðju Birgis Leifs Hafþórssonar, Golfskóli Birgis Leifs, verður sýnd í heild sinni á Stöð 2 Golf. Birgir Leifur fer þar yfir allt sem tengist golfi og gæti nýst kylfingum sem vilja bæta sig fyrir golfsumarið.

Allar útsendingar dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×