Sport

Dagskráin í dag: Golfskóli Birgis Leifs og goðsagnir efstu deildar

Sindri Sverrisson skrifar
Margrét Lára lyftir Íslandsmeistarabikarnum ásamt systur sinni, Elísu.
Margrét Lára lyftir Íslandsmeistarabikarnum ásamt systur sinni, Elísu. vísir/daníel þór

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Uppfært: Til stóð að Margrét Lára myndi mæta í þáttinn Sportið í kvöld en vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna verður ekki að því. Hún mætir í settið á þriðjdaginn.

Á meðal annars efnis á Stöð 2 Sport í dag er minningarþáttur um Örlyg Sturluson, heimildarmynd um Martin Hermannsson, ítalskur, enskur og Meistaradeildar-fótbolti.

Stöð 2 Sport 2

Á Stöð 2 Sport 2 verður sýnd vönduð þáttaröð um goðsagnirnar í efstu deild karla í fótbolta, alls tíu þættir. Frá kl. 16.45 verður svo úrslitaeinvígi KR og ÍR frá síðasta ári í Domino‘s-deild karla í körfubolta sýnt.

Stöð 2 Sport 3

Íslenskur handbolti verður alls ráðandi á Stöð 2 Sport 3. Þar verður sýnt frá úrslitaeinvígum Fram og Vals í Olís-deild kvenna, og frá undanúrslitaeinvígi FH og Selfoss í Olís-deild karla 2018.

Stöð 2 eSport

Á heimavelli rafíþróttanna, Stöð 2 eSport, verður hægt að horfa á leik KR White og Dusty í Counter-Strike í Vodafone-deildinni, sem og leiki frá síðasta tímabili og af Reykjavíkurleikunum.

Stöð 2 Golf

Tólf þátta sería úr smiðju Birgis Leifs Hafþórssonar, Golfskóli Birgis Leifs, verður sýnd í heild sinni á Stöð 2 Golf. Birgir Leifur fer þar yfir allt sem tengist golfi og gæti nýst kylfingum sem vilja bæta sig fyrir golfsumarið.

Allar útsendingar dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.