Fótbolti

Þrír Íslendingar léku í jafnteflisleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson. mynd/hammarby
Íslendingaliðið Hammarby gerði jafntefli á heimavelli í fyrsta leik liðsins í sænsku úrvalsdeildinni. Það var gegn Östersunds og lokatölur 1-1.

Ögmundur Kristinsson stóð í marki Hammarby og þeir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason voru líka í byrjunarliði Hammarby og spiluðu allan leikinn.

Haraldur Björnsson sat á bekknum hjá Östersunds allan leikinn.

Hammarby komst yfir á 14. mínútu en Östersunds jafnaði 20 mínútum síðar og þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×