Innlent

Nafn manns sem ekið var á í nótt á huldu

Enn er nafn gangandi vegfaranda sem ekið var á í nótt á huldu. Maðurinn, sem er á miðjum aldri, liggur mikið slasaður og meðvitundarlaus á gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Atvikið átti sér stað á Miklubraut um hálf þrjú leytið í nótt. Maðurinn var skilríkjalaus og biður lögreglan þá sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um manninn að hafa samband.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×