Enski boltinn

Umboðsmaður Pogba í þriggja mánaða bann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mino Raiola má ekkert gera í sumar.
Mino Raiola má ekkert gera í sumar. vísir/getty
Mino Raiola, einn umsvifamesti og stærsti umboðsmaður í heimsfótboltanum, hefur verið úrskurðaður í þriggja mánaða bann af ítalska knattspyrnusambandinu.Raiola vinnur fyrir risa í bransanum eins og Paul Pogba, leikmann Manchester United, Zlatan Ibrahimovic og hollenska undrabarnið Matthijs de Ligt.Umbinn má nú ekki sinna vinnu sinni þar til 9. ágúst samkvæmt úrskurði sambandsins en það þýðir að hann getur lítið sem ekkert gert í sumarglugganum á Ítalíu sem að verður lokað 18. ágúst.Fram kemur í yfirlýsingu ítalska sambandsins að Vincenzo Raiola, frændi og samstarfsmaður Mino, var settur í tveggja mánaða bann en hvergi hefur komið fram hvað þeir gerðu af sér. Sky Sports greinir frá.Massimo Diana, lögfræðingur Raiola-frændanna, mun krefjast frekari skýringa á banninu og þá ætlar hann einnig að áfrýja málinu og fá banninu aflétt umsvifalaust.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.