Enski boltinn

Gareth Southgate: Þetta er ekki búið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough.
Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough. Mynd/AFP

Staða Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni versnaði mikið í kvöld þegar liðið tapaði 1-3 fyrir Newcastle í fallslagnum milli nágrannaliðanna. Eftir tapið er Middlesbrough þremur stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

„Þetta er ekki búið. Við erum í slæmri stöðu eins og er en það gæti verið nóg að ná í sex stig. Við verðum að vinna tvo síðustu leikina okkar og við getum það alveg," sagði Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough.

„Nú þurfum við að treysta á önnur úrslit en það kemur alls ekki til greina að gefast upp," bætti Southgate við.

„Við byrjuðum frábærlega en það voru nokkur atriði í leiknum sem réðu miklu um þróun hans. Þrátt fyrir tapið þá er ég mjög stoltur af mínu unga liði. Ungir leikmenn urðu að verða að mönnum í kvöld og þeir eiga eftir að búa að þessari reynslu um ókomna tíð," sagði Southgate.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×