Enski boltinn

Innbrotsþjófar í Liverpool láta til sín taka á ný

Pienaar var rændur um helgina
Pienaar var rændur um helgina Nordic Photos/Getty Images

Atvinnuknattspyrnumenn í Liverpool hafa nú enn á ný orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Í þetta sinn var það Steven Pienaar hjá Everton.

Brotist var inn á heimili hans meðan hann var að spila leik gegn Tottenham um helgina og talið er að þjófarnir hafi haft á brott með sér verðmæti fyrir þúsundir punda.

Einn maður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins en var síðar látinn laus gegn tryggingu.

Pienaar er 16. leikmaðurinn í úrvalsdeildinni sem verður fyrir barðinu á innbrotsþjófum, en meirihluti þessara leikmanna hafa spilað með Liverpool.

Á meðal þeirra sem hafa verið rændir eru Steven Gerrard; Peter Crouch; Pepe Reina; Robbie Keane; Dirk Kuyt; Jerzy Dudek; Florent Sinama-Pongolle; Lucas Leiva og Daniel Agger






Fleiri fréttir

Sjá meira


×