Erlent

Ísrael:

Vopnahléið á leið út um Þúfur. Eldflaug var skotið á bíl við flóttamannabúðir á Gaza í fyrradag.
Vopnahléið á leið út um Þúfur. Eldflaug var skotið á bíl við flóttamannabúðir á Gaza í fyrradag.

Ísraelsher hefur fengið þau fyrirmæli að halda ekki aftur af sér í baráttunni við palestínska uppreisnarmenn þrátt fyrir áeggjunarorð Bandaríkjastjórnar um hið gagnstæða. Herþotur héldu áfram skotárásum á Gaza-ströndina í gærmorgun. Í fyrrdag létust sjö Palestínumenn og fimmtán særðust í loftárás Ísraelshers á Gaza.

Á meðal þeirra sem féllu hátt settur meðlimur uppreisnarhópsins Heilagt stríð. Leiðtogar bæði Palestínu og Ísraels eru aftur komnir í skotgrafirnar og ekki annað að sjá en vopnahléið sé nú ekkert nema orðin tóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×