Stór stund fyrir Daða 4. október 2005 00:01 "Árni Gautur verður alveg örugglega ekki með gegn Pólverjum á föstudaginn. Það er langt ferðalag til Póllands og hvort sem sambýliskona hans verður búin að fæða eða ekki kemst Árni Gautur ekki frá. Það er styttra fyrir Árna Gaut að fara til Svíþjóðar frá Noregi í næstu viku en frekar ólíklegt að hann verði með en við ætlum reyndar að halda því opnu fram á síðustu stundu," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið.Daði sagði að hann væri að uppskera eftir mikið erfiði. "Ég hef þurft að svitna dálítið fyrir þessu landsliðssæti. Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Fyrst Íslandsmeistaratitillinn, svo var ég valinn í lið ársins og svo landsliðssætið. Þetta er enn ein rósin í hnappagatið. Þetta verður auðvitað töluvert púsluspil gagnvart vinnunni og fjölskyldunni enda átta daga ferðalag framundan," sagði Daði sem vonast til þess að fá að spreyta sig í einhverjar mínútur í landsleiknum gegn Pólverjum. Kristján Finnbogason, markvörður KR, stendur væntanlega á milli stanganna gegn Pólverjum. Kristján á 19 landsleiki að baki og lék fyrst gegn Túnis 17. október 1993. Síðast lék Kristján með landsliðinu gegn Slóveníu 1998 og hann hefur því ekki spilað landsleik í sjö ár og verið varamarkvörður eftir að Birkir Kristinsson lagði hanskana á hilluna í fyrrahaust. "Þetta er alveg frábært og ég neita því ekki að þetta er stór stund. Ég er orðinn 32ja ára en það er betra að vera valinn núna en aldrei," sagði Daði Lárusson í samtali við Fréttablaðið í gær aðeins fimm mínútum eftir að hann var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Pólverjum á föstudaginn og í leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 12. október nk. Árni Gautur Arason, aðalmarkvörður landsliðsins, bíður eftir því að sambýliskona hans eignist fyrsta barn þeirra á næstu dögum. Þá er Jóhannes Harðarson meiddur og Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, var valinn í hans stað. Helgi Valur hefur leikið tvo landsleiki fyrir Ísland. Íslenski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Sjá meira
"Árni Gautur verður alveg örugglega ekki með gegn Pólverjum á föstudaginn. Það er langt ferðalag til Póllands og hvort sem sambýliskona hans verður búin að fæða eða ekki kemst Árni Gautur ekki frá. Það er styttra fyrir Árna Gaut að fara til Svíþjóðar frá Noregi í næstu viku en frekar ólíklegt að hann verði með en við ætlum reyndar að halda því opnu fram á síðustu stundu," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið.Daði sagði að hann væri að uppskera eftir mikið erfiði. "Ég hef þurft að svitna dálítið fyrir þessu landsliðssæti. Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Fyrst Íslandsmeistaratitillinn, svo var ég valinn í lið ársins og svo landsliðssætið. Þetta er enn ein rósin í hnappagatið. Þetta verður auðvitað töluvert púsluspil gagnvart vinnunni og fjölskyldunni enda átta daga ferðalag framundan," sagði Daði sem vonast til þess að fá að spreyta sig í einhverjar mínútur í landsleiknum gegn Pólverjum. Kristján Finnbogason, markvörður KR, stendur væntanlega á milli stanganna gegn Pólverjum. Kristján á 19 landsleiki að baki og lék fyrst gegn Túnis 17. október 1993. Síðast lék Kristján með landsliðinu gegn Slóveníu 1998 og hann hefur því ekki spilað landsleik í sjö ár og verið varamarkvörður eftir að Birkir Kristinsson lagði hanskana á hilluna í fyrrahaust. "Þetta er alveg frábært og ég neita því ekki að þetta er stór stund. Ég er orðinn 32ja ára en það er betra að vera valinn núna en aldrei," sagði Daði Lárusson í samtali við Fréttablaðið í gær aðeins fimm mínútum eftir að hann var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Pólverjum á föstudaginn og í leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 12. október nk. Árni Gautur Arason, aðalmarkvörður landsliðsins, bíður eftir því að sambýliskona hans eignist fyrsta barn þeirra á næstu dögum. Þá er Jóhannes Harðarson meiddur og Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, var valinn í hans stað. Helgi Valur hefur leikið tvo landsleiki fyrir Ísland.
Íslenski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Sjá meira