Innlent

Viðamikil björgunaraðgerð vegna aflvana báts

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason úr Grindavík, var kallað út um klukkan eitt þegar Kristbjörg HF-177 varð aflvana og rak í átt að Krísuvíkurbjargi.

Um fimm mínútum síðar lét björgunarskipið úr höfn auk þess sem sendur var hraðskreiður björgunarbátur á staðinn. Þá voru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út og eru þær í viðbragðsstöðu, auk björgunarsvæeita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar úr Gridnavík og Hafnarfirði sem eru með fluglínutækjarbúnað. Þá var nálægt skip, Gulltoppur GK-24, einnig beðið um að sigla á staðinn og komu þeir fyrstir að skipinu.

Kristbjörg HF-177 er 290 brúttótonn og eru 15 manns í áhöfn eftir því sem næst verður komist. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er búið að koma afli í vél skipsins.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×