Gæludýraeigendur fái ný búsetuúrræði Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Hildur Hjálmarsdóttir gæludýraeigandi segir veikindi sín hafa versnað eftir að henni var tilkynnt um ákvörðun hússjóðs Brynju um að framfylgja banni við gæludýrum. Mynd/Stöð 2 „Við viljum reyna að koma til móts við þetta fólk og finna því nýjar íbúðir til að búa í þar sem má vera með gæludýr,“ segir Björn Magnússon framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Á þriðjudag safnaðist fólk saman fyrir framan skrifstofur hússjóðsins í Hátúni til að mótmæla því að gæludýr eru ekki lengur leyfð í leiguíbúðum á vegum hússjóðsins. Margir tóku gæludýrin með sér og meðal þeirra mátti greina sorg og örvæntingu. Frá og með 15. maí síðastliðnum ákvað Brynja að byrja að framfylgja reglum sínum um almennt bann við gæludýrahaldi í íbúðum hússjóðsins sem og banni við heimsóknum gæludýra í íbúðirnar. Á meðan íbúar íbúða á vegum hússjóðsins mótmæltu var haldinn stjórnarfundur hússjóðsins. Þar var tekin sú ákvörðun að víkja ekki frá því að framfylgja banninu en reyna að koma til móts við íbúa.Fái nýjar íbúðir Björn Magnússon framkvæmdastjóri segir að á stjórnarfundi hússjóðsins hafi verið rætt að koma til móts við gæludýraeigendur. Hússjóðurinn Brynja á um 765 íbúðir. Fréttablaðið/Valli„Við þurfum að hugsa um alla okkar leigjendur og það hafa komið kvartanir vegna gæludýrahalds,“ segir Björn en vill ekki greina frá því hversu margar þær eru. „Ein kvörtun er nóg, þegar sá sem kvartar er með reglurnar í sínum höndum er lítið hægt að gera annað en að framfylgja þeim.“ Ákvörðun um að framfylgja banni hefur komið afar illa við íbúa hússins. Í viðtali við Stöð 2 á miðvikudag sagðist Hildur Hjálmarsdóttir hafa fengið taugaáfall þegar hún fékk bréf um ákvörðun hússjóðsins. „Ég fékk taugaáfall þegar ég fékk bréfið og veikindin hafa versnað,“ sagði hún og sagðist ekki myndu una því að láta lítinn smáhund sinn frá sér. „Ef hann fer, þá fer ég líka.“ Íbúar hússins segja bannið vega að heilsu þeirra og velferð. Margir þeirra hafa myndað sterk tengsl við gæludýr sín og geta ekki hugsað sér líf án þeirra. Björn bendir á að hússjóðurinn eigi um 765 íbúðir víða og í búsetu þeirra sé alltaf velta. „Það eru alltaf einhverjar íbúðir að losna sem væri hægt að veita til þeirra sem eiga gæludýr. Þá höfum við verið að byggja raðhús og kaupa íbúðir sem henta til gæludýrahalds, lífsgæðin eru betri,“ segir hann og vísar þá bæði í hag íbúa og gæludýra. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
„Við viljum reyna að koma til móts við þetta fólk og finna því nýjar íbúðir til að búa í þar sem má vera með gæludýr,“ segir Björn Magnússon framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Á þriðjudag safnaðist fólk saman fyrir framan skrifstofur hússjóðsins í Hátúni til að mótmæla því að gæludýr eru ekki lengur leyfð í leiguíbúðum á vegum hússjóðsins. Margir tóku gæludýrin með sér og meðal þeirra mátti greina sorg og örvæntingu. Frá og með 15. maí síðastliðnum ákvað Brynja að byrja að framfylgja reglum sínum um almennt bann við gæludýrahaldi í íbúðum hússjóðsins sem og banni við heimsóknum gæludýra í íbúðirnar. Á meðan íbúar íbúða á vegum hússjóðsins mótmæltu var haldinn stjórnarfundur hússjóðsins. Þar var tekin sú ákvörðun að víkja ekki frá því að framfylgja banninu en reyna að koma til móts við íbúa.Fái nýjar íbúðir Björn Magnússon framkvæmdastjóri segir að á stjórnarfundi hússjóðsins hafi verið rætt að koma til móts við gæludýraeigendur. Hússjóðurinn Brynja á um 765 íbúðir. Fréttablaðið/Valli„Við þurfum að hugsa um alla okkar leigjendur og það hafa komið kvartanir vegna gæludýrahalds,“ segir Björn en vill ekki greina frá því hversu margar þær eru. „Ein kvörtun er nóg, þegar sá sem kvartar er með reglurnar í sínum höndum er lítið hægt að gera annað en að framfylgja þeim.“ Ákvörðun um að framfylgja banni hefur komið afar illa við íbúa hússins. Í viðtali við Stöð 2 á miðvikudag sagðist Hildur Hjálmarsdóttir hafa fengið taugaáfall þegar hún fékk bréf um ákvörðun hússjóðsins. „Ég fékk taugaáfall þegar ég fékk bréfið og veikindin hafa versnað,“ sagði hún og sagðist ekki myndu una því að láta lítinn smáhund sinn frá sér. „Ef hann fer, þá fer ég líka.“ Íbúar hússins segja bannið vega að heilsu þeirra og velferð. Margir þeirra hafa myndað sterk tengsl við gæludýr sín og geta ekki hugsað sér líf án þeirra. Björn bendir á að hússjóðurinn eigi um 765 íbúðir víða og í búsetu þeirra sé alltaf velta. „Það eru alltaf einhverjar íbúðir að losna sem væri hægt að veita til þeirra sem eiga gæludýr. Þá höfum við verið að byggja raðhús og kaupa íbúðir sem henta til gæludýrahalds, lífsgæðin eru betri,“ segir hann og vísar þá bæði í hag íbúa og gæludýra.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira