Enski boltinn

Ferguson bannar sínum mönnum að vera með hárband um hálsinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri sést hér með hárbandið um hálsinn.
Samir Nasri sést hér með hárbandið um hálsinn. Mynd/Nordic Photos/Getty

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ekki hrifinn af nýjustu tísku leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar en margir þeirra hafa spilað með þykkt hárband um hálsinn til þess að verjast kuldanum sem hefur verið í Englandi síðustu vikur.

Carlos Tevez hjá Manchester City og Arsenal-mennirnir Marouane Chamakh og Samir Nasri hafa allir verið með svona hálsband í síðustu leikjum en Sir Alex hefur hinsvegar bannað sínum leikmönnum að nota slíkan „aukabúnað".

„Þið eigið ekki eftir að sjá manchester United-mann vera með "Snood" (hárband um hálsinn)," sagði Rio Ferdinand, fyrirliði Manchester United, á twitter-síðu sinni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×