Lífið

Hreimur hræðir Cole

Cheryl heldur að Bandaríkjamenn vilji að hún tali eins og infædd.
Cheryl heldur að Bandaríkjamenn vilji að hún tali eins og infædd.
Cheryl Cole vinnur nú að því að verða stjarna í Bandaríkjunum og er á góðri leið með að takast það. Hún verður dómari í bandarískri útgáfu X-Factor á næstunni, en óttast þó að breski hreimurinn skemmi fyrir henni. Hún vill fá þjálfun í að tala eins og Bandaríkjamaður.

„Cheryl var mjög ánægð með að fá að vera dómari í X-Factor, en er á sama tíma mjög hrædd,“ segir ónefndur heimildarmaður í samtali við fjölmiðla vestanhafs. „Hún óttast að ef Bandaríkjamenn elski hana ekki verði úti um feril hennar. Þess vegna ætlar hún að tala eins og innfædd.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.