„Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 21:00 Elfar Árni Aðalsteinsson raðaði inn mörkum fyrir KA á síðustu leiktíð. vísir/bára Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. Mörg félög berjast í bökkum þessar vikurnar og á Akureyri er ástandið erfitt eins og alls staðar annars staðar á landinu. Geir var í viðtalinu í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir stöðuna á Akureyri með Henry Birgi Gunnarssyni. „Þetta eru eins og trúarbrögð. Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA þá fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar,“ sagði Geir. „Við erum með samstarf í dag í kvennafótboltanum og kvennahandboltanum þar sem Þór og KA reka saman þessi félög.“ Hann bendir á það að ekki er langt síðan félögin voru sameinuð í handboltanum. „Það er ekki langt síðan að Akureyri handboltafélag var og hét og slitnaði upp. Það voru skiptar skoðanir í bænum um þá ákvörðun. Margir voru ósáttir við þá ákvörðun en menn höfðu sín rök í þeim efnum, hvort sem þau rök haldi enn í þessu ástandi. Það er gríðarlega erfitt að reka deildirnar í dag.“ „Félögin eru að tapa mikið af tekjum út af mótahaldi og út af mannfögnuðum. Það er miklu erfiðara að sækja styrki til fyrirtækja og svo framvegis. Ég held að það sé best að segja sem minnst, í minni stöðu, um Þór og KA. Ég held að menn séu fyrst og fremst að horfa á þessi minni félög og gera Þór og KA og stærri félög að þessum fjölgreinafélögum,“ sagði Geir áður en hann útskýrði það nánar. Það má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Geir formaður ÍBA um KA og Þór Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. Mörg félög berjast í bökkum þessar vikurnar og á Akureyri er ástandið erfitt eins og alls staðar annars staðar á landinu. Geir var í viðtalinu í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir stöðuna á Akureyri með Henry Birgi Gunnarssyni. „Þetta eru eins og trúarbrögð. Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA þá fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar,“ sagði Geir. „Við erum með samstarf í dag í kvennafótboltanum og kvennahandboltanum þar sem Þór og KA reka saman þessi félög.“ Hann bendir á það að ekki er langt síðan félögin voru sameinuð í handboltanum. „Það er ekki langt síðan að Akureyri handboltafélag var og hét og slitnaði upp. Það voru skiptar skoðanir í bænum um þá ákvörðun. Margir voru ósáttir við þá ákvörðun en menn höfðu sín rök í þeim efnum, hvort sem þau rök haldi enn í þessu ástandi. Það er gríðarlega erfitt að reka deildirnar í dag.“ „Félögin eru að tapa mikið af tekjum út af mótahaldi og út af mannfögnuðum. Það er miklu erfiðara að sækja styrki til fyrirtækja og svo framvegis. Ég held að það sé best að segja sem minnst, í minni stöðu, um Þór og KA. Ég held að menn séu fyrst og fremst að horfa á þessi minni félög og gera Þór og KA og stærri félög að þessum fjölgreinafélögum,“ sagði Geir áður en hann útskýrði það nánar. Það má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Geir formaður ÍBA um KA og Þór Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti