Fleiri íbúðir á almennan leigumarkað vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 31. mars 2020 21:00 Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir Um fimm til sex hundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem hingað til hafa verið í skammtímaleigu gætu bæst við almennan leigumarkað sem gæti leitt til lækkunar leiguverðs. Hætt er þó við því að húsnæðisskortur skapist á næstu árum ef samdráttur í byggingariðnaði verður of mikill. Óvissa á húsnæðismarkaði hefur aukist verulega í ljósi kórónuveirufaraldursins samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Það hefur dregið verulega úr hækkunartakti fasteignaverðs og nú stendur fasteignaverð í raun og veru bara í stað miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurn mun að öllum líkindum minnka að minnsta kosti til skamms tíma. „En á móti vegur auðvitað stýrivaxtalækkun Seðlabankans og aðrar aðgerðir stjórnvalda en óvissan mun að sjálfsögðu valda því að margir halda að sér höndum.“ Þá hefur orðið töluverður samdráttur í skammtímaleigu íbúða til að mynda í gegn um Airbnb. „Markaðurinn hefur í raun og veru verið að dragast mjög mikið saman alveg síðan undir lok árs 2018. Við sjáum núna í febrúar að samdrátturinn er um 25-30 prósent.“ Erfitt sé að segja til um það hver áhrifin verði um lengri tíma. „Ef mikill samdráttur verður í ferðaþjónustunni til viðbótar við það sem nú hefur þegar gerst þá gætu þetta verið kannski fimm til sex hundruð íbúðir á næstu mánuðum á höfuðborgarsvæðinu og það er stór hluti af heildarfjölda þinglýstra leigusamninga á síðasta ári þannig að ég tel alveg góðar líkur á því að leiguverð gæti lækkað. Allavega á svæðum þar sem framboðsaukningin er hvað mest.“ Þá segir hann vísbendingar um yfirvofandi samdrátt í byggingariðnaði sem sé mikið áhyggjuefni. „Það er töluverð hætta á því að við getum lent í svipuðu ástandi og gerðist eftir hrun þegar mjög lítið var byggt og þegar uppgangurinn hófst hér fyrir alvöru þá rauk fasteignaverðið upp vegna skorts á húsnæði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Tengdar fréttir Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. 31. mars 2020 11:30 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Um fimm til sex hundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem hingað til hafa verið í skammtímaleigu gætu bæst við almennan leigumarkað sem gæti leitt til lækkunar leiguverðs. Hætt er þó við því að húsnæðisskortur skapist á næstu árum ef samdráttur í byggingariðnaði verður of mikill. Óvissa á húsnæðismarkaði hefur aukist verulega í ljósi kórónuveirufaraldursins samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Það hefur dregið verulega úr hækkunartakti fasteignaverðs og nú stendur fasteignaverð í raun og veru bara í stað miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurn mun að öllum líkindum minnka að minnsta kosti til skamms tíma. „En á móti vegur auðvitað stýrivaxtalækkun Seðlabankans og aðrar aðgerðir stjórnvalda en óvissan mun að sjálfsögðu valda því að margir halda að sér höndum.“ Þá hefur orðið töluverður samdráttur í skammtímaleigu íbúða til að mynda í gegn um Airbnb. „Markaðurinn hefur í raun og veru verið að dragast mjög mikið saman alveg síðan undir lok árs 2018. Við sjáum núna í febrúar að samdrátturinn er um 25-30 prósent.“ Erfitt sé að segja til um það hver áhrifin verði um lengri tíma. „Ef mikill samdráttur verður í ferðaþjónustunni til viðbótar við það sem nú hefur þegar gerst þá gætu þetta verið kannski fimm til sex hundruð íbúðir á næstu mánuðum á höfuðborgarsvæðinu og það er stór hluti af heildarfjölda þinglýstra leigusamninga á síðasta ári þannig að ég tel alveg góðar líkur á því að leiguverð gæti lækkað. Allavega á svæðum þar sem framboðsaukningin er hvað mest.“ Þá segir hann vísbendingar um yfirvofandi samdrátt í byggingariðnaði sem sé mikið áhyggjuefni. „Það er töluverð hætta á því að við getum lent í svipuðu ástandi og gerðist eftir hrun þegar mjög lítið var byggt og þegar uppgangurinn hófst hér fyrir alvöru þá rauk fasteignaverðið upp vegna skorts á húsnæði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Tengdar fréttir Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. 31. mars 2020 11:30 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. 31. mars 2020 11:30
Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18