Yfirlýsing frá KSÍ: Kona og karl sem dæma í móti af sömu erfiðleikagráðu fá þannig sömu laun fyrir verkefnið Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2020 12:30 vísir/bára KSÍ sendi frá sér yfirlýsinu í gær um launakjör dómara á Íslandi. Í yfirlýsingunni segir frá því að launin ákvarðist af erfiðleikastiginu í viðkomandi leik eða móti. Mikil umræða skapaðist í gær eftir frétt Morgunblaðsins um laun dómara. Þar sást svart á hvítu að dómarar í Pepsi Max-deild karla fengu meira en í Pepsi Max-deild kvenna. Mist Edvarsdóttir lýsti yfir vonbrigðum með launamismuninn í viðtali við RÚV í gær og seint í gærkvöldi barst svo yfirlýsing frá KSÍ. Þar segir meðal annars að „þegar kemur að niðurröðun dómara á leiki í mótum á vegum KSÍ er horft til erfiðleikagráðu viðkomandi leiks eða móts.“ Enn fremur segir að „það gefur augaleið að leikir í móti sem metið er erfiðleikaflokki 1 eru meira krefjandi en leikir í flokkum 2 eða 3. Þess vegna eru gerðar ríkari líkamlegar kröfur til dómara sem starfa á leikjum í flokki 1 en öðrum flokkum.“ Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Dómari að störfum í leik Vals og KR síðasta sumar.vísir/daníel Vegna umfjöllunar um laun dómara Af gefnu tilefni, vegna umfjöllunar um launagreiðslur til dómara, vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Þegar kemur að niðurröðun dómara á leiki í mótum á vegum KSÍ er horft til erfiðleikagráðu viðkomandi leiks eða móts. Öll mót þar sem KSÍ útvegar dómara eru þannig flokkuð í 1, 2, 3, o.s.frv. eftir erfiðleikagráðu. Í flokki 1 eru þeir leikir og þau mót þar sem verkefnið er metið mest krefjandi, eða erfiðast, næstu erfiðustu verkefnin í flokki 2 og svo koll af kolli. Þessi flokkun er vel ígrunduð og unnin í samstarfi fagfólks með mikla þekkingu á viðfangsefninu, dómurum, eftirlitsmönnum og fleirum. Sams konar fyrirkomulag er við lýði á Norðurlöndunum og víðast hvar í Evrópu, sem og hjá UEFA og FIFA. Horft er til margra þátta þegar mat er lagt á erfiðleikastig tiltekins móts - bæði líkamlegra og andlegra þátta. Varðandi líkamlega þáttinn, þá undirgangast dómarar ströng og krefjandi próf til að ganga úr skugga um að þeir uppfylli skilyrði fyrir því að geta starfað við leiki af tiltekinni erfiðleikagráðu. Dómarar eru jú íþróttamenn, þegar allt kemur til alls, og íþróttamenn í fremstu röð vilja vera þátttakendur í kappleikjum sem eru í samræmi við þeirra getu. Það gefur augaleið að leikir í móti sem metið er erfiðleikaflokki 1 eru meira krefjandi en leikir í flokkum 2 eða 3. Þess vegna eru gerðar ríkari líkamlegar kröfur til dómara sem starfa á leikjum í flokki 1 en öðrum flokkum. Standist dómarinn kröfurnar þá kemur hann til greina sem valkostur á leiki í flokki 1, þar sem hraði leiksins og yfirferð er meiri en í öðrum flokkum. Andlegi þátturinn telur einnig þegar litið er til erfiðleikastigs. Á leikjum í flokki 1 er meiri ákefð og meiri grimmd, meiri harka og meira andlegt álag vegna áreitis frá leikmönnum, þjálfurum og öðrum aðstandendum liðanna, svo ekki sé minnst á þátt áhorfenda og þeirrar rýni á störf dómara sem fram fer í fjölmiðlum. Allt er þetta eðlilegur og sjálfsagður hluti af leiknum og því er einnig eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til allra þessara þátta við mat á erfiðleikastigi leiksins. Greiðslur til dómara í leikjum í þessum mótum taka þannig mið af erfiðleikastigi verkefnisins - því erfiðara eða meira krefjandi sem verkefnið er metið, því hærri er greiðslan. Ekki skiptir máli hvort viðkomandi dómari sé karlkyns eða kvenkyns eða hvort um sé að ræða mót í kvennaflokki eða karlaflokki, það er einfaldlega greitt eftir flokkun leikja í erfiðleikastig. Kona og karl sem dæma í móti af sömu erfiðleikagráðu fá þannig sömu laun fyrir verkefnið. KSÍ stendur straum af kostnaði við dómgæslu í mótum meistaraflokka og 2. aldursflokks. Kostnaður KSÍ á ári hverju vegna dómgæslu fer nærri tvö hundruð milljónum króna. Félögin þurfa þannig ekki að kosta til vegna dómgæslu í þessum mótum. Samningur milli dómara og KSÍ um kaup, kjör og flokkun verkefna, er að sjálfsögðu gerður í fullu samráði við dómarana sjálfa. Niðurröðun dómara á leiki er síðan alfarið í höndum dómaranefndar KSÍ. Dómararnir ráða því ekki undir neinum kringumstæðum sjálfir hvaða leiki þeir dæma, þ.e. dómarar velja sér ekki leiki. Hér að neðan er hlekkur á töflu með yfirliti yfir greiðslur til dómara 2019 og flokkun móta eftir erfiðleikagráðu. Með birtingu þessarar samantektar og upplýsinga vill KSÍ varpa ljósi á það fyrirkomulag sem unnið er eftir þegar kemur að greiðslum til dómara í leikjum á vegum KSÍ. Fyrirkomulagið hefur verið við lýði í áraraðir hér á landi og víðast hvar í Evrópu, eins og kom fram hér að ofan.Tafla með yfirliti yfir greiðslur til dómara 2019 og flokkun móta eftir erfiðleikagráðu Íslenski boltinn KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
KSÍ sendi frá sér yfirlýsinu í gær um launakjör dómara á Íslandi. Í yfirlýsingunni segir frá því að launin ákvarðist af erfiðleikastiginu í viðkomandi leik eða móti. Mikil umræða skapaðist í gær eftir frétt Morgunblaðsins um laun dómara. Þar sást svart á hvítu að dómarar í Pepsi Max-deild karla fengu meira en í Pepsi Max-deild kvenna. Mist Edvarsdóttir lýsti yfir vonbrigðum með launamismuninn í viðtali við RÚV í gær og seint í gærkvöldi barst svo yfirlýsing frá KSÍ. Þar segir meðal annars að „þegar kemur að niðurröðun dómara á leiki í mótum á vegum KSÍ er horft til erfiðleikagráðu viðkomandi leiks eða móts.“ Enn fremur segir að „það gefur augaleið að leikir í móti sem metið er erfiðleikaflokki 1 eru meira krefjandi en leikir í flokkum 2 eða 3. Þess vegna eru gerðar ríkari líkamlegar kröfur til dómara sem starfa á leikjum í flokki 1 en öðrum flokkum.“ Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Dómari að störfum í leik Vals og KR síðasta sumar.vísir/daníel Vegna umfjöllunar um laun dómara Af gefnu tilefni, vegna umfjöllunar um launagreiðslur til dómara, vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Þegar kemur að niðurröðun dómara á leiki í mótum á vegum KSÍ er horft til erfiðleikagráðu viðkomandi leiks eða móts. Öll mót þar sem KSÍ útvegar dómara eru þannig flokkuð í 1, 2, 3, o.s.frv. eftir erfiðleikagráðu. Í flokki 1 eru þeir leikir og þau mót þar sem verkefnið er metið mest krefjandi, eða erfiðast, næstu erfiðustu verkefnin í flokki 2 og svo koll af kolli. Þessi flokkun er vel ígrunduð og unnin í samstarfi fagfólks með mikla þekkingu á viðfangsefninu, dómurum, eftirlitsmönnum og fleirum. Sams konar fyrirkomulag er við lýði á Norðurlöndunum og víðast hvar í Evrópu, sem og hjá UEFA og FIFA. Horft er til margra þátta þegar mat er lagt á erfiðleikastig tiltekins móts - bæði líkamlegra og andlegra þátta. Varðandi líkamlega þáttinn, þá undirgangast dómarar ströng og krefjandi próf til að ganga úr skugga um að þeir uppfylli skilyrði fyrir því að geta starfað við leiki af tiltekinni erfiðleikagráðu. Dómarar eru jú íþróttamenn, þegar allt kemur til alls, og íþróttamenn í fremstu röð vilja vera þátttakendur í kappleikjum sem eru í samræmi við þeirra getu. Það gefur augaleið að leikir í móti sem metið er erfiðleikaflokki 1 eru meira krefjandi en leikir í flokkum 2 eða 3. Þess vegna eru gerðar ríkari líkamlegar kröfur til dómara sem starfa á leikjum í flokki 1 en öðrum flokkum. Standist dómarinn kröfurnar þá kemur hann til greina sem valkostur á leiki í flokki 1, þar sem hraði leiksins og yfirferð er meiri en í öðrum flokkum. Andlegi þátturinn telur einnig þegar litið er til erfiðleikastigs. Á leikjum í flokki 1 er meiri ákefð og meiri grimmd, meiri harka og meira andlegt álag vegna áreitis frá leikmönnum, þjálfurum og öðrum aðstandendum liðanna, svo ekki sé minnst á þátt áhorfenda og þeirrar rýni á störf dómara sem fram fer í fjölmiðlum. Allt er þetta eðlilegur og sjálfsagður hluti af leiknum og því er einnig eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til allra þessara þátta við mat á erfiðleikastigi leiksins. Greiðslur til dómara í leikjum í þessum mótum taka þannig mið af erfiðleikastigi verkefnisins - því erfiðara eða meira krefjandi sem verkefnið er metið, því hærri er greiðslan. Ekki skiptir máli hvort viðkomandi dómari sé karlkyns eða kvenkyns eða hvort um sé að ræða mót í kvennaflokki eða karlaflokki, það er einfaldlega greitt eftir flokkun leikja í erfiðleikastig. Kona og karl sem dæma í móti af sömu erfiðleikagráðu fá þannig sömu laun fyrir verkefnið. KSÍ stendur straum af kostnaði við dómgæslu í mótum meistaraflokka og 2. aldursflokks. Kostnaður KSÍ á ári hverju vegna dómgæslu fer nærri tvö hundruð milljónum króna. Félögin þurfa þannig ekki að kosta til vegna dómgæslu í þessum mótum. Samningur milli dómara og KSÍ um kaup, kjör og flokkun verkefna, er að sjálfsögðu gerður í fullu samráði við dómarana sjálfa. Niðurröðun dómara á leiki er síðan alfarið í höndum dómaranefndar KSÍ. Dómararnir ráða því ekki undir neinum kringumstæðum sjálfir hvaða leiki þeir dæma, þ.e. dómarar velja sér ekki leiki. Hér að neðan er hlekkur á töflu með yfirliti yfir greiðslur til dómara 2019 og flokkun móta eftir erfiðleikagráðu. Með birtingu þessarar samantektar og upplýsinga vill KSÍ varpa ljósi á það fyrirkomulag sem unnið er eftir þegar kemur að greiðslum til dómara í leikjum á vegum KSÍ. Fyrirkomulagið hefur verið við lýði í áraraðir hér á landi og víðast hvar í Evrópu, eins og kom fram hér að ofan.Tafla með yfirliti yfir greiðslur til dómara 2019 og flokkun móta eftir erfiðleikagráðu
Íslenski boltinn KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira