Yfirlýsing frá KSÍ: Kona og karl sem dæma í móti af sömu erfiðleikagráðu fá þannig sömu laun fyrir verkefnið Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2020 12:30 vísir/bára KSÍ sendi frá sér yfirlýsinu í gær um launakjör dómara á Íslandi. Í yfirlýsingunni segir frá því að launin ákvarðist af erfiðleikastiginu í viðkomandi leik eða móti. Mikil umræða skapaðist í gær eftir frétt Morgunblaðsins um laun dómara. Þar sást svart á hvítu að dómarar í Pepsi Max-deild karla fengu meira en í Pepsi Max-deild kvenna. Mist Edvarsdóttir lýsti yfir vonbrigðum með launamismuninn í viðtali við RÚV í gær og seint í gærkvöldi barst svo yfirlýsing frá KSÍ. Þar segir meðal annars að „þegar kemur að niðurröðun dómara á leiki í mótum á vegum KSÍ er horft til erfiðleikagráðu viðkomandi leiks eða móts.“ Enn fremur segir að „það gefur augaleið að leikir í móti sem metið er erfiðleikaflokki 1 eru meira krefjandi en leikir í flokkum 2 eða 3. Þess vegna eru gerðar ríkari líkamlegar kröfur til dómara sem starfa á leikjum í flokki 1 en öðrum flokkum.“ Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Dómari að störfum í leik Vals og KR síðasta sumar.vísir/daníel Vegna umfjöllunar um laun dómara Af gefnu tilefni, vegna umfjöllunar um launagreiðslur til dómara, vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Þegar kemur að niðurröðun dómara á leiki í mótum á vegum KSÍ er horft til erfiðleikagráðu viðkomandi leiks eða móts. Öll mót þar sem KSÍ útvegar dómara eru þannig flokkuð í 1, 2, 3, o.s.frv. eftir erfiðleikagráðu. Í flokki 1 eru þeir leikir og þau mót þar sem verkefnið er metið mest krefjandi, eða erfiðast, næstu erfiðustu verkefnin í flokki 2 og svo koll af kolli. Þessi flokkun er vel ígrunduð og unnin í samstarfi fagfólks með mikla þekkingu á viðfangsefninu, dómurum, eftirlitsmönnum og fleirum. Sams konar fyrirkomulag er við lýði á Norðurlöndunum og víðast hvar í Evrópu, sem og hjá UEFA og FIFA. Horft er til margra þátta þegar mat er lagt á erfiðleikastig tiltekins móts - bæði líkamlegra og andlegra þátta. Varðandi líkamlega þáttinn, þá undirgangast dómarar ströng og krefjandi próf til að ganga úr skugga um að þeir uppfylli skilyrði fyrir því að geta starfað við leiki af tiltekinni erfiðleikagráðu. Dómarar eru jú íþróttamenn, þegar allt kemur til alls, og íþróttamenn í fremstu röð vilja vera þátttakendur í kappleikjum sem eru í samræmi við þeirra getu. Það gefur augaleið að leikir í móti sem metið er erfiðleikaflokki 1 eru meira krefjandi en leikir í flokkum 2 eða 3. Þess vegna eru gerðar ríkari líkamlegar kröfur til dómara sem starfa á leikjum í flokki 1 en öðrum flokkum. Standist dómarinn kröfurnar þá kemur hann til greina sem valkostur á leiki í flokki 1, þar sem hraði leiksins og yfirferð er meiri en í öðrum flokkum. Andlegi þátturinn telur einnig þegar litið er til erfiðleikastigs. Á leikjum í flokki 1 er meiri ákefð og meiri grimmd, meiri harka og meira andlegt álag vegna áreitis frá leikmönnum, þjálfurum og öðrum aðstandendum liðanna, svo ekki sé minnst á þátt áhorfenda og þeirrar rýni á störf dómara sem fram fer í fjölmiðlum. Allt er þetta eðlilegur og sjálfsagður hluti af leiknum og því er einnig eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til allra þessara þátta við mat á erfiðleikastigi leiksins. Greiðslur til dómara í leikjum í þessum mótum taka þannig mið af erfiðleikastigi verkefnisins - því erfiðara eða meira krefjandi sem verkefnið er metið, því hærri er greiðslan. Ekki skiptir máli hvort viðkomandi dómari sé karlkyns eða kvenkyns eða hvort um sé að ræða mót í kvennaflokki eða karlaflokki, það er einfaldlega greitt eftir flokkun leikja í erfiðleikastig. Kona og karl sem dæma í móti af sömu erfiðleikagráðu fá þannig sömu laun fyrir verkefnið. KSÍ stendur straum af kostnaði við dómgæslu í mótum meistaraflokka og 2. aldursflokks. Kostnaður KSÍ á ári hverju vegna dómgæslu fer nærri tvö hundruð milljónum króna. Félögin þurfa þannig ekki að kosta til vegna dómgæslu í þessum mótum. Samningur milli dómara og KSÍ um kaup, kjör og flokkun verkefna, er að sjálfsögðu gerður í fullu samráði við dómarana sjálfa. Niðurröðun dómara á leiki er síðan alfarið í höndum dómaranefndar KSÍ. Dómararnir ráða því ekki undir neinum kringumstæðum sjálfir hvaða leiki þeir dæma, þ.e. dómarar velja sér ekki leiki. Hér að neðan er hlekkur á töflu með yfirliti yfir greiðslur til dómara 2019 og flokkun móta eftir erfiðleikagráðu. Með birtingu þessarar samantektar og upplýsinga vill KSÍ varpa ljósi á það fyrirkomulag sem unnið er eftir þegar kemur að greiðslum til dómara í leikjum á vegum KSÍ. Fyrirkomulagið hefur verið við lýði í áraraðir hér á landi og víðast hvar í Evrópu, eins og kom fram hér að ofan.Tafla með yfirliti yfir greiðslur til dómara 2019 og flokkun móta eftir erfiðleikagráðu Íslenski boltinn KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira
KSÍ sendi frá sér yfirlýsinu í gær um launakjör dómara á Íslandi. Í yfirlýsingunni segir frá því að launin ákvarðist af erfiðleikastiginu í viðkomandi leik eða móti. Mikil umræða skapaðist í gær eftir frétt Morgunblaðsins um laun dómara. Þar sást svart á hvítu að dómarar í Pepsi Max-deild karla fengu meira en í Pepsi Max-deild kvenna. Mist Edvarsdóttir lýsti yfir vonbrigðum með launamismuninn í viðtali við RÚV í gær og seint í gærkvöldi barst svo yfirlýsing frá KSÍ. Þar segir meðal annars að „þegar kemur að niðurröðun dómara á leiki í mótum á vegum KSÍ er horft til erfiðleikagráðu viðkomandi leiks eða móts.“ Enn fremur segir að „það gefur augaleið að leikir í móti sem metið er erfiðleikaflokki 1 eru meira krefjandi en leikir í flokkum 2 eða 3. Þess vegna eru gerðar ríkari líkamlegar kröfur til dómara sem starfa á leikjum í flokki 1 en öðrum flokkum.“ Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Dómari að störfum í leik Vals og KR síðasta sumar.vísir/daníel Vegna umfjöllunar um laun dómara Af gefnu tilefni, vegna umfjöllunar um launagreiðslur til dómara, vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Þegar kemur að niðurröðun dómara á leiki í mótum á vegum KSÍ er horft til erfiðleikagráðu viðkomandi leiks eða móts. Öll mót þar sem KSÍ útvegar dómara eru þannig flokkuð í 1, 2, 3, o.s.frv. eftir erfiðleikagráðu. Í flokki 1 eru þeir leikir og þau mót þar sem verkefnið er metið mest krefjandi, eða erfiðast, næstu erfiðustu verkefnin í flokki 2 og svo koll af kolli. Þessi flokkun er vel ígrunduð og unnin í samstarfi fagfólks með mikla þekkingu á viðfangsefninu, dómurum, eftirlitsmönnum og fleirum. Sams konar fyrirkomulag er við lýði á Norðurlöndunum og víðast hvar í Evrópu, sem og hjá UEFA og FIFA. Horft er til margra þátta þegar mat er lagt á erfiðleikastig tiltekins móts - bæði líkamlegra og andlegra þátta. Varðandi líkamlega þáttinn, þá undirgangast dómarar ströng og krefjandi próf til að ganga úr skugga um að þeir uppfylli skilyrði fyrir því að geta starfað við leiki af tiltekinni erfiðleikagráðu. Dómarar eru jú íþróttamenn, þegar allt kemur til alls, og íþróttamenn í fremstu röð vilja vera þátttakendur í kappleikjum sem eru í samræmi við þeirra getu. Það gefur augaleið að leikir í móti sem metið er erfiðleikaflokki 1 eru meira krefjandi en leikir í flokkum 2 eða 3. Þess vegna eru gerðar ríkari líkamlegar kröfur til dómara sem starfa á leikjum í flokki 1 en öðrum flokkum. Standist dómarinn kröfurnar þá kemur hann til greina sem valkostur á leiki í flokki 1, þar sem hraði leiksins og yfirferð er meiri en í öðrum flokkum. Andlegi þátturinn telur einnig þegar litið er til erfiðleikastigs. Á leikjum í flokki 1 er meiri ákefð og meiri grimmd, meiri harka og meira andlegt álag vegna áreitis frá leikmönnum, þjálfurum og öðrum aðstandendum liðanna, svo ekki sé minnst á þátt áhorfenda og þeirrar rýni á störf dómara sem fram fer í fjölmiðlum. Allt er þetta eðlilegur og sjálfsagður hluti af leiknum og því er einnig eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til allra þessara þátta við mat á erfiðleikastigi leiksins. Greiðslur til dómara í leikjum í þessum mótum taka þannig mið af erfiðleikastigi verkefnisins - því erfiðara eða meira krefjandi sem verkefnið er metið, því hærri er greiðslan. Ekki skiptir máli hvort viðkomandi dómari sé karlkyns eða kvenkyns eða hvort um sé að ræða mót í kvennaflokki eða karlaflokki, það er einfaldlega greitt eftir flokkun leikja í erfiðleikastig. Kona og karl sem dæma í móti af sömu erfiðleikagráðu fá þannig sömu laun fyrir verkefnið. KSÍ stendur straum af kostnaði við dómgæslu í mótum meistaraflokka og 2. aldursflokks. Kostnaður KSÍ á ári hverju vegna dómgæslu fer nærri tvö hundruð milljónum króna. Félögin þurfa þannig ekki að kosta til vegna dómgæslu í þessum mótum. Samningur milli dómara og KSÍ um kaup, kjör og flokkun verkefna, er að sjálfsögðu gerður í fullu samráði við dómarana sjálfa. Niðurröðun dómara á leiki er síðan alfarið í höndum dómaranefndar KSÍ. Dómararnir ráða því ekki undir neinum kringumstæðum sjálfir hvaða leiki þeir dæma, þ.e. dómarar velja sér ekki leiki. Hér að neðan er hlekkur á töflu með yfirliti yfir greiðslur til dómara 2019 og flokkun móta eftir erfiðleikagráðu. Með birtingu þessarar samantektar og upplýsinga vill KSÍ varpa ljósi á það fyrirkomulag sem unnið er eftir þegar kemur að greiðslum til dómara í leikjum á vegum KSÍ. Fyrirkomulagið hefur verið við lýði í áraraðir hér á landi og víðast hvar í Evrópu, eins og kom fram hér að ofan.Tafla með yfirliti yfir greiðslur til dómara 2019 og flokkun móta eftir erfiðleikagráðu
Íslenski boltinn KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira