Engar afsakanir teknar gildar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2016 10:00 „Eftir öll þessi félagaskipti er þetta núna minn hópur. Það eru sennilega engir leikmenn í hópnum sem ég vil ekki hafa. Það voru engir leikmenn keyptir sem ég vildi ekki fá og ég hef ekki selt neina leikmenn sem ég vildi ekki selja,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í viðtali fyrr í sumar. Þjóðverjinn hefur sitt fyrsta heila tímabil við stjórnvölinn hjá Liverpool í dag þegar liðið sækir Arsenal heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Klopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október á síðasta ári. Gengið var upp og niður. Liverpool gekk ekkert sérstaklega vel í úrvalsdeildinni og endaði í 8. sæti hennar en liðið komst hins vegar bæði í úrslit deildabikarsins og Evrópudeildarinnar. Eigendur Liverpool voru hrifnir af því sem þeir sáu og gerðu nýjan sex ára samning við Klopp í sumar, sem er til marks um trúna á honum og aðferðum hans. Klopp hefur nú fengið heilt undirbúningstímabil og ráðist í breytingar á leikmannahópi Liverpool. Þetta er núna „hans“ lið og Klopp segist ekki hafa neinar afsakanir fyrir því að ná ekki árangri. „Ég er óhræddur við að gera breytingar, það er hluti af starfinu. Ég er ánægður með liðið núna,“ sagði Klopp. „Eins og staðan er núna ættum við ekki að leita að afsökunum og segja hluti eins og að ég þurfi ár í viðbót.“ Álagið verður minna á þessu tímabili þar sem Liverpool náði ekki Evrópusæti. Þrátt fyrir að taka við í október stýrði Klopp Liverpool í 52 leikjum á síðasta tímabili og leikjaálagið tók sinn toll. Klopp fær því enn meiri tíma á æfingasvæðinu til að innleiða hugmyndir sínar og setja mark sitt á liðið. Liverpool spilaði nokkra frábæra leiki á síðasta tímabili þar sem liðið pressaði stíft og sótti hratt að hætti Klopps. En slakur varnarleikur var liðinu oft fjötur um fót og hann er stærsta spurningarmerkið fyrir þetta tímabil. Nýi markvörðurinn, Loris Karius, handarbrotnaði á dögunum og missir af byrjun tímabilsins, varnarmaðurinn Mamadou Sakho var sendur heim úr æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum og vandamálið með stöðu vinstri bakvarðar er enn óleyst. Kamerúnski miðvörðurinn Joël Matip er þó góð viðbót við leikmannahóp Liverpool og ætti að styrkja vörnina. Liverpool mætir sterkara til leiks en á síðasta tímabili og það eru jákvæð teikn á lofti. En það er óvíst hversu langt það fleytir liðinu. Barátta um Meistaradeildarsæti verður væntanlega hlutskipti Liverpool í vetur. Stórleikur Arsenal og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD í dag. Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
„Eftir öll þessi félagaskipti er þetta núna minn hópur. Það eru sennilega engir leikmenn í hópnum sem ég vil ekki hafa. Það voru engir leikmenn keyptir sem ég vildi ekki fá og ég hef ekki selt neina leikmenn sem ég vildi ekki selja,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í viðtali fyrr í sumar. Þjóðverjinn hefur sitt fyrsta heila tímabil við stjórnvölinn hjá Liverpool í dag þegar liðið sækir Arsenal heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Klopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október á síðasta ári. Gengið var upp og niður. Liverpool gekk ekkert sérstaklega vel í úrvalsdeildinni og endaði í 8. sæti hennar en liðið komst hins vegar bæði í úrslit deildabikarsins og Evrópudeildarinnar. Eigendur Liverpool voru hrifnir af því sem þeir sáu og gerðu nýjan sex ára samning við Klopp í sumar, sem er til marks um trúna á honum og aðferðum hans. Klopp hefur nú fengið heilt undirbúningstímabil og ráðist í breytingar á leikmannahópi Liverpool. Þetta er núna „hans“ lið og Klopp segist ekki hafa neinar afsakanir fyrir því að ná ekki árangri. „Ég er óhræddur við að gera breytingar, það er hluti af starfinu. Ég er ánægður með liðið núna,“ sagði Klopp. „Eins og staðan er núna ættum við ekki að leita að afsökunum og segja hluti eins og að ég þurfi ár í viðbót.“ Álagið verður minna á þessu tímabili þar sem Liverpool náði ekki Evrópusæti. Þrátt fyrir að taka við í október stýrði Klopp Liverpool í 52 leikjum á síðasta tímabili og leikjaálagið tók sinn toll. Klopp fær því enn meiri tíma á æfingasvæðinu til að innleiða hugmyndir sínar og setja mark sitt á liðið. Liverpool spilaði nokkra frábæra leiki á síðasta tímabili þar sem liðið pressaði stíft og sótti hratt að hætti Klopps. En slakur varnarleikur var liðinu oft fjötur um fót og hann er stærsta spurningarmerkið fyrir þetta tímabil. Nýi markvörðurinn, Loris Karius, handarbrotnaði á dögunum og missir af byrjun tímabilsins, varnarmaðurinn Mamadou Sakho var sendur heim úr æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum og vandamálið með stöðu vinstri bakvarðar er enn óleyst. Kamerúnski miðvörðurinn Joël Matip er þó góð viðbót við leikmannahóp Liverpool og ætti að styrkja vörnina. Liverpool mætir sterkara til leiks en á síðasta tímabili og það eru jákvæð teikn á lofti. En það er óvíst hversu langt það fleytir liðinu. Barátta um Meistaradeildarsæti verður væntanlega hlutskipti Liverpool í vetur. Stórleikur Arsenal og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD í dag.
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira