Gunnar tekur ábyrgð á trénu sem var fellt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2016 08:45 Gunnar Nelson og tréð sem var fellt við Laugarnesveg 3. Í baksýn er Kleifarvegur 6, heimili Gunnars. Vísir/Ernir Gunnar Nelson segist taka ábyrgð á trénu sem var fellt í garði nágranna síns í síðasta mánuði. Þetta sagði hann í viðtali við Ariel Helwani, einn þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. Gunnar var í viðtali við Helwani í tilefni af bardaga sínum við Albert Tumenov á UFC-bardagakvöldi í Rotterdam í Hollandi á sunnudagskvöld. Viðtalið hófst á spjalli þeirra um umrætt tré en málið hefur vakið mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum eftir að Fréttablaðið fjallaði fyrst um það. „Ég verð að taka ábyrgð á trénu. Ég lét fella það,“ sagði Gunnar í viðtalinu. „Það skondna er að ég vann eitt sinn fyrir manninn sem felldi tréð,“ sagði Gunnar sem samkvæmt því vann sjálfur við það að fella tré á einum tímapunkti. Hann segir að það sé eðlilegt að fella tré sem þetta sem að sögn Haraldar, föður Gunnars, var aspartré. Sjá einnig: Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns „Ræturnar eyðileggja lagnir og skemma garða. Þetta voru þrjú tré - öll af sömu tegund. Tvö þeirra voru í mínum garði og eitt svo rétt innan lóðarmarka hans.“ „Ég hringdi í hann fyrir fjórum mánuðum og það var minn skilningur að það væri í lagi að fella tréð ef ég myndi borga fyrir það. Að það yrði gert honum að kostnaðarlausu.“ „En svo felldi ég það og hann fór í blöðin. Ég held að hann muni kæra. Ég veit það ekki, þetta er svolítið skrýtið.“ Gunnar er nú staddur í Dublin á Írlandi að æfa sig fyrir bardagann. „Ég þurfti að flýja Ísland vegna þessa máls,“ sagði hann í gríni. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns Stórt tré var fellt í garðinum á Laugarásvegi í óþökk eigenda. Gunnar Nelson og annar íbúðareigandi eru sagðir standa fyrir verkinu. Faðir Gunnars segir málið byggt á misskilningi og að Gunnar vilji síst af öllu vilja eiga í nágrannaerjum. 14. apríl 2016 06:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sjá meira
Gunnar Nelson segist taka ábyrgð á trénu sem var fellt í garði nágranna síns í síðasta mánuði. Þetta sagði hann í viðtali við Ariel Helwani, einn þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. Gunnar var í viðtali við Helwani í tilefni af bardaga sínum við Albert Tumenov á UFC-bardagakvöldi í Rotterdam í Hollandi á sunnudagskvöld. Viðtalið hófst á spjalli þeirra um umrætt tré en málið hefur vakið mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum eftir að Fréttablaðið fjallaði fyrst um það. „Ég verð að taka ábyrgð á trénu. Ég lét fella það,“ sagði Gunnar í viðtalinu. „Það skondna er að ég vann eitt sinn fyrir manninn sem felldi tréð,“ sagði Gunnar sem samkvæmt því vann sjálfur við það að fella tré á einum tímapunkti. Hann segir að það sé eðlilegt að fella tré sem þetta sem að sögn Haraldar, föður Gunnars, var aspartré. Sjá einnig: Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns „Ræturnar eyðileggja lagnir og skemma garða. Þetta voru þrjú tré - öll af sömu tegund. Tvö þeirra voru í mínum garði og eitt svo rétt innan lóðarmarka hans.“ „Ég hringdi í hann fyrir fjórum mánuðum og það var minn skilningur að það væri í lagi að fella tréð ef ég myndi borga fyrir það. Að það yrði gert honum að kostnaðarlausu.“ „En svo felldi ég það og hann fór í blöðin. Ég held að hann muni kæra. Ég veit það ekki, þetta er svolítið skrýtið.“ Gunnar er nú staddur í Dublin á Írlandi að æfa sig fyrir bardagann. „Ég þurfti að flýja Ísland vegna þessa máls,“ sagði hann í gríni.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns Stórt tré var fellt í garðinum á Laugarásvegi í óþökk eigenda. Gunnar Nelson og annar íbúðareigandi eru sagðir standa fyrir verkinu. Faðir Gunnars segir málið byggt á misskilningi og að Gunnar vilji síst af öllu vilja eiga í nágrannaerjum. 14. apríl 2016 06:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sjá meira
Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns Stórt tré var fellt í garðinum á Laugarásvegi í óþökk eigenda. Gunnar Nelson og annar íbúðareigandi eru sagðir standa fyrir verkinu. Faðir Gunnars segir málið byggt á misskilningi og að Gunnar vilji síst af öllu vilja eiga í nágrannaerjum. 14. apríl 2016 06:00