Hefur mikla þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf 7. apríl 2010 11:00 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2, telja Söngkeppni framhaldsskólanna gegna mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt tónlistarlíf. "Keppnin er gríðarlega stór vettvangur fyrir þessa krakka til að koma sér á framfæri. Fólk hefur líka svakalega gaman af því að horfa á þetta," segir Katrín. "Svo má heldur ekki gleyma því að margar af okkar skærustu stjörnum í tónlistarlífinu eru gamlir keppendur; Páll Óskar, Emilíana Torrini, Móeiður. Allt þetta fólk og fleiri hófu feril sinn í þessari keppni." Óli Palli er sammála Katrínu um mikilvægi söngkeppninnar fyrir íslenskt tónlistarlíf: "Ég man meira að segja hvar ég var og hvernig ég var klæddur þegar ég sá Móu stíga á svið í fyrsta skipti. Með þessa ótrúlega sérstöku, flottu rödd." Óli Palli segir keppnina einnig mikilvægan farveg fyrir framhaldsskólakrakka til að koma sér á framfæri. "Ásamt Músíktilraunum er þetta í raun einn helsti vettvangurinn fyrir stjörnur framtíðarinnar til að láta ljós sitt skína og það má ekki skemma." Katrín tók sjálf þátt í söngkeppninni á sínum tíma fyrir hönd Menntaskólans við Sund. "Þetta var frábær stemning, þó svo að ég hafi nú bara farið með lítið hlutverk," segir Katrín. "Ég var, ásamt tveimur öðrum bakrödd við lag Páls Óskars TF Stuð. En það þróaðist þannig að ég varð eina bakröddin sem steig á svið og úr því varð mikið atriði. Það er nauðsynlegt fyrir alla að fá að losa um sínar listrænu hvatir." "Já, þetta er bara mjög skemmtilegt í alla staði," segir Óli Palli. "Mér finnst þetta frábært krydd í íslenskt tónlistarlíf og skipta heilmiklu máli. Það er bráðnauðsynlegt að þetta haldi áfram. "Þarna hefur margt af okkar fremsta fólki í dag stigið sín fyrstu skref." Katrín segir að þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem ríkja í samfélaginu í dag sé mikilvægt að keppnir sem þessar fái að lifa áfram. "Þetta er einn af hápunktum ársins fyrir framhaldsskólanema. Það er mikilvægt að keppnir sem þessar fái að halda sínu striki og þeim sé veittur allur sá stuðningur sem mögulegt er," segir Katrín. - sv Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2, telja Söngkeppni framhaldsskólanna gegna mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt tónlistarlíf. "Keppnin er gríðarlega stór vettvangur fyrir þessa krakka til að koma sér á framfæri. Fólk hefur líka svakalega gaman af því að horfa á þetta," segir Katrín. "Svo má heldur ekki gleyma því að margar af okkar skærustu stjörnum í tónlistarlífinu eru gamlir keppendur; Páll Óskar, Emilíana Torrini, Móeiður. Allt þetta fólk og fleiri hófu feril sinn í þessari keppni." Óli Palli er sammála Katrínu um mikilvægi söngkeppninnar fyrir íslenskt tónlistarlíf: "Ég man meira að segja hvar ég var og hvernig ég var klæddur þegar ég sá Móu stíga á svið í fyrsta skipti. Með þessa ótrúlega sérstöku, flottu rödd." Óli Palli segir keppnina einnig mikilvægan farveg fyrir framhaldsskólakrakka til að koma sér á framfæri. "Ásamt Músíktilraunum er þetta í raun einn helsti vettvangurinn fyrir stjörnur framtíðarinnar til að láta ljós sitt skína og það má ekki skemma." Katrín tók sjálf þátt í söngkeppninni á sínum tíma fyrir hönd Menntaskólans við Sund. "Þetta var frábær stemning, þó svo að ég hafi nú bara farið með lítið hlutverk," segir Katrín. "Ég var, ásamt tveimur öðrum bakrödd við lag Páls Óskars TF Stuð. En það þróaðist þannig að ég varð eina bakröddin sem steig á svið og úr því varð mikið atriði. Það er nauðsynlegt fyrir alla að fá að losa um sínar listrænu hvatir." "Já, þetta er bara mjög skemmtilegt í alla staði," segir Óli Palli. "Mér finnst þetta frábært krydd í íslenskt tónlistarlíf og skipta heilmiklu máli. Það er bráðnauðsynlegt að þetta haldi áfram. "Þarna hefur margt af okkar fremsta fólki í dag stigið sín fyrstu skref." Katrín segir að þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem ríkja í samfélaginu í dag sé mikilvægt að keppnir sem þessar fái að lifa áfram. "Þetta er einn af hápunktum ársins fyrir framhaldsskólanema. Það er mikilvægt að keppnir sem þessar fái að halda sínu striki og þeim sé veittur allur sá stuðningur sem mögulegt er," segir Katrín. - sv
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira