Innlent

Kjósendur VG og Viðreisnar með vistvænustu viðhorfin

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Vestfirðingar hafa minnstan áhuga meðal landsmanna á vistvænum bílum.
Vestfirðingar hafa minnstan áhuga meðal landsmanna á vistvænum bílum. Fréttablaðið/Pjetur
Kjósendur Viðreisnar og Vinstri grænna eru langlíklegastir til að velja vistvænan bíl, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Um 70 prósent beggja flokka segja líklegt að vistvænn bíll verði fyrir valinu næst.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata hafa svipuð viðhorf þegar kemur að vistvænum kosti. Um 55 prósent kjósenda þessara flokka segja líklegt að vistvænn bíll verði fyrir valinu næst.

Tæpur helmingur kjósenda Framsóknarflokksins og kjósenda Sósíalistaflokksins hefur hug á því að kaupa vistvænan bíl en aðeins þriðjungur kjósenda Miðflokksins og Flokks fólksins.

Búseta hefur töluverð áhrif á viðhorf landsmanna til vistvæns kosts í bílakaupum. Rétt tæp 60 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins og Suðurlands eru líkleg til að velja vistvænan bíl næst. Tæpur helmingur Norðlendinga og íbúa Vesturlands hefur áhuga á vistvænum kosti en aðeins þriðjungur íbúa Austurlands og Reykjaness. Vestfirðingar hafa hins vegar langminnstan áhuga allra á vistvænum farkosti en aðeins 25 prósent þeirra hafa hug á slíkum kaupum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×