Bíó og sjónvarp

Ný þáttaröð um sigurgöngu Aegon nálgast framleiðslu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þættirnir eru sagðir fjalla um forfeður Jon og Dany í Westeros.
Þættirnir eru sagðir fjalla um forfeður Jon og Dany í Westeros. Vísir/HBO
HBO er nálægt því að samþykkja gerð prufuþáttar nýrrar þáttaraðar úr söguheimi Game of Thrones. Nú þegar er búið að gera prufuþátt fyrir þáttaröð sem á að gerast um átta þúsund árum fyrir sögu Game of Thrones og fjalla meðal annars um uppruna Næturkonungsins en sú nýja á að gerast um 300 árum áður. Samkvæmt Hollywood Reporter eiga þættirnir að fjalla um Tagaryen ættina og þar á meðal um sigurgöngu Aegon Targaryen um Westeros.Þá segja heimildarmenn Deadline að þáttaröðin muni byggja á nýrri bók George R.R. Martin sem kallast Fire & Blood og fjallar sérstaklega um Targaryen ættina. GRRM sjálfur og Ryan Condal skrifa handrit prufuþáttarins.Eins og allir eiga að vita, þá sigraði Aegon Targaryen alla konunga Westeros og stofnaði nýtt konungsríki sem afkomendur hans stýrðu í 300 ár. Auk þess að skrifa Blood & Fire hefur GRRM skrifað mikið um þessi 300 ár og er óhætt að segja að þar megi finna mikið af áhugaverðum sögum.

Þar á meðal er styrjöld á milli meðlima Targaryen ættarinnar sem kallast Dance of Dragons. Ný þáttaröð um það stríð var til skoðunar hjá HBO en hætt var við framleiðslu hennar. Sú saga fellur inn í þessa þáttaröð sem um ræðir.

Hver sería gæti fjallað um mismunandi tímabil í Westeros. Sú fyrsta um Aegon og systur/eiginkonur hans, önnur um Dance of Dragons og jafnvel önnur til viðbótar um uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen ættinni, þó GRRM hafi lýst því yfir að hann hafi ekki mikinn áhuga á því.

 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.