Sport

Fabregas útskýrir afhverju hann valdi Chelsea fram yfir City og United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fabregas lék með Chelsea frá 2014 til 2019 þar sem hann náði að spila tæplega tvo hundruð leiki.
Fabregas lék með Chelsea frá 2014 til 2019 þar sem hann náði að spila tæplega tvo hundruð leiki.

Cesc Fabregas, miðjumaður Mónakó, segir að samtal við Jose Mourinho árið 2014 hafi ráðið úrslitum hvert hann ætti að fara þegar hann kom aftur til Englands eftir dvölina hjá Barcelona.

Fabregas fór frá Arsenal til Barcelona en árið 2014 vildi hann snúa aftur til Englands. Hans fyrsta val var Arsenal en í samtali við Arsecast hlaðvarpið segir hann að þeir hafi ekki viljað sjá hann.

„Þegar ég ákvað að fara frá Barcelona var Arsenal minn fyrsti kostur. Ég talaði ekki við neitt annað lið en Arsenal fyrstu vikuna til að sjá hvort þeir vildu mig eða ekki. Arsene Wenger gaf mér ekki svar og þeir biðu í eina viku án þess að gefa mér svar,“ sagði Fabregas.

„Auðvitað var þetta mitt fyrsta val. Ég var að segja öllum að ég væri að fara til Arsenal og ég vildi það. Ég vildi ekki betla mig inn í félagið og þeir vissu í hvaða stöðu ég var. Eftir eina viku höfðu þeir ekki sagt neitt og þá vissi ég að þeir vildu mig ekki. Þeir létu mig bíða í viku án þess að gefa mér svar.“

Hann segir að eftir samtal við Jose Mourinho, þáverandi stjóra Chelsea, hafi gert útslagið. Hann hafi þurft einn fund.

„Ég varð svo að taka ákvörðun eftir þessa viku. Ég gat valið um City, United og svo talaði ég við Mourinho sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Til þess að vera hreinskilinn, eftir spjallið við Mourinho sagði: Ég vil þetta.“

„Ég þarf ekki að tala við neitt annað lið. Ég er að afra til Chelsea. Það sem hann sagði mér, sem hann vildi gera við liðið og hvernig hann vildi spila er eitthvað sem ég vildi. Að auki voru þeir í London en ekki Manchester og London er mitt heimili,“ sagði Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×