Fabregas útskýrir afhverju hann valdi Chelsea fram yfir City og United Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 08:00 Fabregas lék með Chelsea frá 2014 til 2019 þar sem hann náði að spila tæplega tvo hundruð leiki. Cesc Fabregas, miðjumaður Mónakó, segir að samtal við Jose Mourinho árið 2014 hafi ráðið úrslitum hvert hann ætti að fara þegar hann kom aftur til Englands eftir dvölina hjá Barcelona. Fabregas fór frá Arsenal til Barcelona en árið 2014 vildi hann snúa aftur til Englands. Hans fyrsta val var Arsenal en í samtali við Arsecast hlaðvarpið segir hann að þeir hafi ekki viljað sjá hann. „Þegar ég ákvað að fara frá Barcelona var Arsenal minn fyrsti kostur. Ég talaði ekki við neitt annað lið en Arsenal fyrstu vikuna til að sjá hvort þeir vildu mig eða ekki. Arsene Wenger gaf mér ekki svar og þeir biðu í eina viku án þess að gefa mér svar,“ sagði Fabregas. „Auðvitað var þetta mitt fyrsta val. Ég var að segja öllum að ég væri að fara til Arsenal og ég vildi það. Ég vildi ekki betla mig inn í félagið og þeir vissu í hvaða stöðu ég var. Eftir eina viku höfðu þeir ekki sagt neitt og þá vissi ég að þeir vildu mig ekki. Þeir létu mig bíða í viku án þess að gefa mér svar.“ Cesc Fabregas reveals why he chose Chelsea over Manchester United and City in 2014 https://t.co/yLzv0FQnns— MailOnline Sport (@MailSport) March 24, 2020 Hann segir að eftir samtal við Jose Mourinho, þáverandi stjóra Chelsea, hafi gert útslagið. Hann hafi þurft einn fund. „Ég varð svo að taka ákvörðun eftir þessa viku. Ég gat valið um City, United og svo talaði ég við Mourinho sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Til þess að vera hreinskilinn, eftir spjallið við Mourinho sagði: Ég vil þetta.“ „Ég þarf ekki að tala við neitt annað lið. Ég er að afra til Chelsea. Það sem hann sagði mér, sem hann vildi gera við liðið og hvernig hann vildi spila er eitthvað sem ég vildi. Að auki voru þeir í London en ekki Manchester og London er mitt heimili,“ sagði Fabregas. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Sjá meira
Cesc Fabregas, miðjumaður Mónakó, segir að samtal við Jose Mourinho árið 2014 hafi ráðið úrslitum hvert hann ætti að fara þegar hann kom aftur til Englands eftir dvölina hjá Barcelona. Fabregas fór frá Arsenal til Barcelona en árið 2014 vildi hann snúa aftur til Englands. Hans fyrsta val var Arsenal en í samtali við Arsecast hlaðvarpið segir hann að þeir hafi ekki viljað sjá hann. „Þegar ég ákvað að fara frá Barcelona var Arsenal minn fyrsti kostur. Ég talaði ekki við neitt annað lið en Arsenal fyrstu vikuna til að sjá hvort þeir vildu mig eða ekki. Arsene Wenger gaf mér ekki svar og þeir biðu í eina viku án þess að gefa mér svar,“ sagði Fabregas. „Auðvitað var þetta mitt fyrsta val. Ég var að segja öllum að ég væri að fara til Arsenal og ég vildi það. Ég vildi ekki betla mig inn í félagið og þeir vissu í hvaða stöðu ég var. Eftir eina viku höfðu þeir ekki sagt neitt og þá vissi ég að þeir vildu mig ekki. Þeir létu mig bíða í viku án þess að gefa mér svar.“ Cesc Fabregas reveals why he chose Chelsea over Manchester United and City in 2014 https://t.co/yLzv0FQnns— MailOnline Sport (@MailSport) March 24, 2020 Hann segir að eftir samtal við Jose Mourinho, þáverandi stjóra Chelsea, hafi gert útslagið. Hann hafi þurft einn fund. „Ég varð svo að taka ákvörðun eftir þessa viku. Ég gat valið um City, United og svo talaði ég við Mourinho sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Til þess að vera hreinskilinn, eftir spjallið við Mourinho sagði: Ég vil þetta.“ „Ég þarf ekki að tala við neitt annað lið. Ég er að afra til Chelsea. Það sem hann sagði mér, sem hann vildi gera við liðið og hvernig hann vildi spila er eitthvað sem ég vildi. Að auki voru þeir í London en ekki Manchester og London er mitt heimili,“ sagði Fabregas.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Sjá meira