Sport

Ás­dís ætlar ekki að reyna við Ólympíu­leikana á næsta ári

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud var að reynast að komast á sínu fjórðu Ólympíuleika.
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud var að reynast að komast á sínu fjórðu Ólympíuleika. Getty/Alexander Hassenstein

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár.

Ásdís sagði í september á síðasta ári að hún stefndi á Ólympíuleikana í Tókýó sem áttu að fara í sumar og svo ætlaði hún að hætta. Nú hefur leikunum verið frestað um ár og því hafa forsendurnar breyst.

„Það var alltaf planið að hætta eftir þetta ár og maður er ekki að verða yngri. Það sem var mikilvægast fyrir mig var að fara út á mínum forsendum,“ sagði Ásdís í samtali við Arnar Björnsson.

„Að fá að hætta þegar ég finn að ég er sátt og þurfa ekki að hætta vegna meiðsla eða slíkt. Ég finn að líkaminn er orðinn þreyttur og ef ég ákveð að halda áfram eitt ár í viðbót aukast líkurnar gríðarlega að ég þurfi að hætta á leiðinlegan hátt og það yrði mjög svekkjandi.“

Ásdís fór á Ólympíuleikana 2008, 2012 og 2016. Einnig hefur hún keppt á EM 2006, 2010, 2012, 2014 og 2016 sem og HM 2009, 2011, 2013, 2015 og 2017. Besti árangur hennar var 11. sæti á HM í London svo magnaður feril Ásdísar er senn á enda.

Nánar verður rætt við Ásdísi í Sportið í dag á morgun en hún stefnir á að ná inn á EM sem fer fram síðar á þessu ári. Óvíst er þó hvenær það fari fram vegna kórónuveirunnar.

Klippa: Sportpakkinn: Ásdís Hjálmsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×