Stormur í vatnsglasi en lækka um sjö prósent í launum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 22:00 Mágarnir töluðu frá suður Svíþjóð í dag þar sem fer vel um þá á þessum erfiðu tímum en unnusta Ólafs er systir Bjarna. vísir/skjáskot Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir. Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður, leikur með liðinu en hann segir að fréttin hafi verið stormur í vatnsglasi en Ólafur var í viðtali í Sportið í dag. „Það kom grein í blaðinu hér í Svíþjóð sem var stormur í vatnsglasi. Þetta var ekki alveg jafn hræðilegt og það leit út fyrir að vera. Formaðurinn fór í viðtal og sagði að búið væri að setja starfsmenn á þessi neyðarúrlög,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Hann var að meina að hann væri búinn að setja fólkið á skrifstofunni og alla þá sem vinna í kringum félagið á þessi laun. Þau minnkuðu vinnuna niður í 40% og þá var ekki búið að ganga frá samningum við leikmannasamtökin að leikmenn færu á þessa samninga.“ „Þeir létu það líta fyrir það að við værum komnir á þessa samninga sem var ekki raunin. Allt saman einn misskilningur og það er búið að ná þessum samningi núna. Hann hefur tekið gildi bæði í handbolta og fótbolta þar sem launin eru aðeins dregin niður.“ „Leikmennirnir lækka í launum um sjö prósent en klúbbarnir eru að spara sér næstum því meira en helming. Það er góð lausn fyrir báða aðila.“ Hann segir að lausnin hafi verið afar góð að endingu, því mörg félög eiga í miklum erfiðleikum. „Við eigum þannig séð að vinna 40% vinnu og ríkið tekur þá þessi 60% á móti. Leikmenn enduðu í mesta lagi með sjö prósent launalækkun. Í þessari stöðu er þetta bara frábær lausn því það eru klúbbar hérna sem eru að ströggla gríðarlega og myndu ekki lifa af ef það væri ekki fyrir þessa hjálp.“ Bjarni Mark Duffield, sem leikur með Brage í sænsku B-deildinni, tekur undir orð mág síns og segir að það sama gildi um fótboltann. Hann fái útborgað það sem hann eigi að fá útborgað um mánaðarmótin. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá hér neðar í fréttinni. Klippa: Óli Guðmundss og Bjarni Mark um launamálin hjá sér Sænski boltinn Sænski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira
Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir. Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður, leikur með liðinu en hann segir að fréttin hafi verið stormur í vatnsglasi en Ólafur var í viðtali í Sportið í dag. „Það kom grein í blaðinu hér í Svíþjóð sem var stormur í vatnsglasi. Þetta var ekki alveg jafn hræðilegt og það leit út fyrir að vera. Formaðurinn fór í viðtal og sagði að búið væri að setja starfsmenn á þessi neyðarúrlög,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Hann var að meina að hann væri búinn að setja fólkið á skrifstofunni og alla þá sem vinna í kringum félagið á þessi laun. Þau minnkuðu vinnuna niður í 40% og þá var ekki búið að ganga frá samningum við leikmannasamtökin að leikmenn færu á þessa samninga.“ „Þeir létu það líta fyrir það að við værum komnir á þessa samninga sem var ekki raunin. Allt saman einn misskilningur og það er búið að ná þessum samningi núna. Hann hefur tekið gildi bæði í handbolta og fótbolta þar sem launin eru aðeins dregin niður.“ „Leikmennirnir lækka í launum um sjö prósent en klúbbarnir eru að spara sér næstum því meira en helming. Það er góð lausn fyrir báða aðila.“ Hann segir að lausnin hafi verið afar góð að endingu, því mörg félög eiga í miklum erfiðleikum. „Við eigum þannig séð að vinna 40% vinnu og ríkið tekur þá þessi 60% á móti. Leikmenn enduðu í mesta lagi með sjö prósent launalækkun. Í þessari stöðu er þetta bara frábær lausn því það eru klúbbar hérna sem eru að ströggla gríðarlega og myndu ekki lifa af ef það væri ekki fyrir þessa hjálp.“ Bjarni Mark Duffield, sem leikur með Brage í sænsku B-deildinni, tekur undir orð mág síns og segir að það sama gildi um fótboltann. Hann fái útborgað það sem hann eigi að fá útborgað um mánaðarmótin. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá hér neðar í fréttinni. Klippa: Óli Guðmundss og Bjarni Mark um launamálin hjá sér
Sænski boltinn Sænski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira