Sport

Sportið í dag: Formaður ÍBR, Gary Martin, mágar í Kristianstad og Mikael

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra Sportinu í dag.
Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra Sportinu í dag. Vísir/Vilhelm

Að venju verður nóg um að vera í Sportinu í dag. Þátturinn hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport í dag.

Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, mætir í settið og ræðir málefni félaganna í Reykjavík. 

Gary Martin er kominn til landsins og verður á línunni. Þá verður heyrt í Ólafi Andrési Guðmundssyni og Bjarna Mark Duffield en þeir eru saman í Kristianstad og hafa náð lendingu í sínum málum í Svíþjóð. 

Einnig verður rætt við Mikael Nikulásson, þjalfara karlaliðs Njarðvíkur í fótbolta, en hann ætlar að gefa eftir laun meðan á ástandinu stendur. 

Þá verður slegið á þráðinn til fótboltamannsins Böðvars Böðvarssonar í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×