Sport

Ráðlagði Berghuis að fara ekki til Everton því það myndi eyðileggja ferilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berghuis hefur átt frábært tímabil það sem af er í hollenska boltanum.
Berghuis hefur átt frábært tímabil það sem af er í hollenska boltanum. vísir/getty

Van der Vaart, hollenski miðjumaðurinn sem lék meðal annars með Tottenham og Real madrid, á að hafa gefið Steven Berghuis þau ráð að fara ekki til Everton því það myndi eyðileggja feril hans.

Everton er sagt hafa áhuga á vængmanninum en hann er talinn kosta 23 milljónir punda. Hann leikur nú fyrir Feyenoord í heimalandinu en hann var á mála hjá Watford fyrir fimm árum síðan.

„Mér finnst að hann ætti að vera áfram hjá Feyenoord. Hann er aðal maðurinn þar og liðið er byggt í kringum hann. Þarftu að fara einhvert eins og til Everton þegar þú ert 29 ára?“ sagði Van der Vaart.

„Ef þú ferð þangað og spilar ekki vel í tvo leiki þá munu þeir taka þig út úr liðinu fyrir klaufalegan Englending og þú munt ekki vera í myndinni hjá landsliðinu.“

Berghuis hefur skorað 22 mörk og lagt upp ellefu mörk í hollensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en þar er eins og kunnugt er hlé vegna kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×