Sport

Tilbúnir að láta Griezmann fara einungis ári eftir að hann kom

Anton Ingi Leifsson skrifar
Griezmann er í skugga Messi hjá Barcelona, eins og flestir aðrir.
Griezmann er í skugga Messi hjá Barcelona, eins og flestir aðrir. vísir/getty

Spænski miðillinn Sport greinir frá því að Barcelona sé tilbúið að selja franska landsliðsmanninn Antoine Griezmann, einungis ári eftir að hann kom til félagsins fyrir fúlgur fjár.

Sky Sports hefur þetta eftir Sport í morgun en talið er að Frakkinn verði fáanlegur fyrir 92 milljónir punda í sumar. Hann var keyptur frá Atletico Madrid á 107 milljónir punda síðasta sumar.

Blaðið fer einnig yfir líklega áfangastaði en þeir nefna bæði Man. United og PSG í því samhengi. Bæði lið eiga að hafa sýnt Frakkanum áhuga áður en hann ákveð að velja að fara til Barcelona.

Þessi 29 ára gamli heimsmeistari hefur einungis skorað átta mörk á tímabilinu og lagt upp fjögur í spænsku úrvalsdeildinni. Ein af ástæðunum fyrir því að Börsungar vilji losna við hann er sú að þeir telja hann ekki mikilvægan svo félagið geti haldið áfram vegferð sinni.

Eins og áður segir kom Griezmann til félagsins síðasta sumar frá Atletico en þar hafði hann leikið frá 2014 til 2019. fimm árin þar á undan lek hann með Real Sociedad en hann hefur skorað 30 mörk í 78 landsleikjum fyrir Frakkland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×